Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefna

Snitch 2013

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. mars 2013

How far would you go to save your son?

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

John Matthews er vöruflutningabílstjóri, kvæntur og tveggja barna faðir. Dag einn flækist sonur hans, Jason, í eiturlyfjaviðskipti og er í kjölfarið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Yfir honum vofir 10 ára fangelsisdómur sem gæti þó fengist mildaður aðstoði hann lögregluna við að hafa hendur í hári hinna raunverulegu eiturlyfjasala. En Jason er... Lesa meira

John Matthews er vöruflutningabílstjóri, kvæntur og tveggja barna faðir. Dag einn flækist sonur hans, Jason, í eiturlyfjaviðskipti og er í kjölfarið handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Yfir honum vofir 10 ára fangelsisdómur sem gæti þó fengist mildaður aðstoði hann lögregluna við að hafa hendur í hári hinna raunverulegu eiturlyfjasala. En Jason er ekki mikill bógur í sér og myndi aldrei takast að blekkja harðsvíraða glæpamenn sem útsendari lögreglunnar. Hinn kosturinn, að sitja af sér dóminn, er reyndar lítið skárri og John veit að Jason myndi fara illa út úr slíkri fangavist. John ákveður því að bjóða sjálfan sig fram í stað sonar síns, freista þess að koma sér inn í innsta hring eiturlyfjasalanna og afla lögreglunni þeirra gagna og sannana sem hún þarf. En þetta er stórhættulegur leikur ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn