Wolverine með allar klær úti í miðasölunni

Ofurhetjumyndin The Wolverine, með Hugh Jackman í aðalhlutverki, gæti orðið mest sótta kvikmynd sumarsins á frumsýningarhelgi, miðað við fyrstu tölur úr miðasölunni í Bandaríkjunum.

wolverine

 

Miðað við aðsókn hingað til þá er útlit fyrir að myndin geti þénað allt að 80 milljónir Bandaríkjadala yfir alla helgina, þó að útlit sé fyrir að 63 milljónir sé líklegri lokaniðurstaða samkvæmt Variety kvikmyndaritinu.

20th Century Fox kvikmyndaverið vonaðist til þess að myndin þénaði a.m.k. 65 milljónir dala yfir helgina, en þar sem myndin er eina stóra myndin í mikilli dreifingu sem frumsýnd er þessa helgina í Bandaríkjunum þá þora menn að gera sér vonir um meiri tekjur.

Myndin kostaði nálægt 120 milljónum dala í framleiðslu og þénaði 4 milljónir dala á fimmtudagskvöldið síðasta, fyrsta kvöldið sem hún var sýnd í bíó. Til samanburðar þá gengur myndinni betur en X-Men: First Class gerði á sinni frumsýningarhelgi miðað við sama tímapunkt helgarinnar, árið 2011, en hún þénaði yfir alla sína frumsýningarhelgi 55,6 milljónir dala. Eins og flestir vita er The Wolverine hluti af X-Men genginu, og myndin um hann hliðarsaga úr X-Men teiknimyndasögunum.

michael b. jordan fruitvale station

Myndin sannsögulega Fruitvale Station, um dráp lögreglumanns á þeldökkum manni á lestarstöð, hefur verið færð í fleiri kvikmyndahús en upphaflega var gert ráð fyrir, eða 1.100 bíóhús, og talið er að hún muni þéna 4 milljónir dala yfir helgina. Myndin fær enn meiri athygli en ella vegna nýlegra réttarhalda yfir lögreglumanninum George Zimmerman sem skaut og drap hinn 17 ára gamla Trayvon Martin í Sanford í Flórída þann 26. febrúar árið 2012. Zimmerman var sýknaður af glæpnum.

blue jasmineBlue Jasmine, nýjasta mynd Woody Allen, hefur einnig gengið vel síðustu daga, en myndin er sýnd í mjög fáum bíóhúsum enn sem komið er.