The Wolverine
2013
Frumsýnd: 24. júlí 2013
126 MÍNEnska
71% Critics 61
/100 Myndin er byggð á vinsælum teiknimyndasögum og fjallar um Wolverine, sem er einn þekktasti meðlimur hinna svokölluðu X-Men, og ævintýri hans í Japan. Þar þarf hann að takast á við erkióvin sinn og berjast upp á líf og dauða, í bardaga sem mun breyta honum til frambúðar. Líkamleg og tilfinningaleg mörk Wolverine eru þanin til hins ítrasta, og hann þarf... Lesa meira
Myndin er byggð á vinsælum teiknimyndasögum og fjallar um Wolverine, sem er einn þekktasti meðlimur hinna svokölluðu X-Men, og ævintýri hans í Japan. Þar þarf hann að takast á við erkióvin sinn og berjast upp á líf og dauða, í bardaga sem mun breyta honum til frambúðar. Líkamleg og tilfinningaleg mörk Wolverine eru þanin til hins ítrasta, og hann þarf að takast á við stórhættulegt samúræjastál, auk þess að eiga í innri baráttu sem snýr að hans eigin ódauðleika. Þetta verður til þess að hann vex og styrkist og verður sterkari en nokkru sinni fyrr. Ásóttur af eigin fortíð, þjakaður af sársauka og söknuði vegna þeirra sem hann hefur misst, hefur Logan verið í felum frá umheiminum í eitt ár. En hann er ekki gleymdur. Wolverine er ekki bara óviðjafnanlegur bardagamaður heldur læknar líkami hans sig sjálfur af öllum sárum á örskotshraða. Þessi eiginleiki Wolverines gerir hann ekki bara ósigrandi heldur líka ódauðlegan. Í eitt ár hefur Wolverine látið lítið fyrir sér fara í afskekktu fjallaþorpi og óskar þess eins að fá að vera í friði. Þær óskir verða hins vegar að engu þegar japönsk stúlka sem hefur lengi leitað hans fær hann til að koma með sér til Japans að hitta yfirmann sinn, en sá á Logan lífið að launa og ætlar að gera honum afar sérstakt, en um leið banvænt tilboð. The Wolverine gerist eftir atburðina í X-Men: The Last Stand, en í þeirri mynd dó Jean Gray eða Phoenix eins og hún nefnist líka. Hún kemur samt við sögu í draumum Logans í þessari mynd.... minna