Náðu í appið

The Spirit 2008

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. janúar 2009

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 14% Critics
The Movies database einkunn 5
/10
The Movies database einkunn 30
/100

The Spirit segir frá lögreglumanninum Denny Colt (Gabriel Macht) sem rís upp frá dauðum til að berjast við glæpamenn í skjóli nætur. Aðalóvinur hans, The Octopus (Samuel L. Jackson), hefur aðra áætlun; hann ætlar að þurrka út heimaborg The Spirit í leit sinni að ódauðleika. The Spirit er gerð eftir myndasögu Frank Miller, höfundi 300 og Sin City.

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)

Ekki taka hana of alvarlega
Þessi kvikmynd var leikstýrð og skrifað eftir hann. Myndin er samt gerð eftir
DC-teiknimyndasaga eftir Will Eisner. Teiknimynasögurnar byrjuðu sem fimm blaðsíðnasögur á sjötta áratugnum. Snillingurinn Frank Miller, meistarinn á bakvið Sin City, fannst greinilega þetta vera einnhver snilld. Þótt ‘Sin City’ var/er meistaraverk, þá gerði hann það ekki í þetta skipti, hann gerði bara klisju-skemmtun. Random leikaraval, skrítnar tæknibrellur en stíllinn mergjaður.

Ef þú tekur söguna EKKI alvarlega, þá myndir þú skemmta þér yndislega, annars ef þú ert að leita af næsta óskarinum..þá er hún ömurleg. Þetta er ekki einnhver alvarleg ofurhetjusaga eins og Dark Knight, Watchmen eða Iron Man. Sagan virkar eins og myrkrað-barnaefni. Þessi mynd er um lögreglumanninum Denny Colt sem rís upp frá dauðum til að berjast við glæpamenn og hann kallar sig The Spirit. Þetta er rosalega fyndin söguþráður og maður verður víst að taka honum. Þetta er samt svo klisjuleg og verður að venjast sögunni. Öll myndin er tekin rosalega alvarlega fyrir utan þessi söguþráður. Hvernig hún er leikinn, hvernig stíllinn virkar og útlitið er svo svart.

Denny Colt eða The spirit er rosalega ‘dark’ á bakvið kameru eða þegar hann er að segja frá sögunni, en þegar hann er í sögunni þá er hann algjör skræfa. Það er frekar sorlegt og lýsir persónunni mjög mikið hvernig hann er almennt en getur pirrað mann samt. Kvennabossi,a alltof mikið eiginlega, ýktur með frásagnir og já : skræva. Gabriel Macht er samt að taka stórt skref í kvikmyndaleiknum því þessi sýnir hversu fjölbreyttur hann er. Lék í ‘Because I Said So’ árið 2007, The Good Sheperd árið 2006 og Bad Company árið 2001. Samuel L. Jackson er rosalega ofmetinn leikari og hann svona passaði ekki í þetta hlutverk. Ekkert vel skrifaður, bara random blanda af wannabe-Joker og Jules Winnfield. Vitur og heimskur á sama tíma og ekki hægt að taka alvarlega.

Myndin er Classic-B Mynd. Algjörlega random leikara val, of flottur stíll á meðan við klisju bombuna en getur komið þér í gott skap. Alls ekki taka þessa mynd alvarlega. Þá er hún þessi fínasta mynd. Dc-myndir rúlla ! En Frank Miller aðdáendur meiga ekki búast við allof miklu og hann mátti samt gera betur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Almáttugur!!
Vá hvað get ég sagt? umm....... Þetta var bara hreint út sagt algjör hryllingur. Því miður Frank þó að ég sé mikill aðdáandi þá er þessi mynd alls ekki að virka. Hún er hallærisleg, pirrandi, léleg samtöl, fáránlegar línur, og bara algjört shit! sorrý... æh veit varla hvað ég get sagt meira ég er bara í smá sjokki eftir þessa reynslu. Eftir fyrstu 15 mínúturnar þá langaði mig að fara.

Fáranlegar línur eins og I'm the Octopus I got eight of everything, og Toilet's are always funny, þessar línur gáfu manni algjöran kjánahroll.


Frank Miller er frábær handritshöfundur og rithöfundur en sem leikstjóri er hann ekki að gera sig. Frank haltu þig við handritin og hættu að reyna að gera aðra Sin City þetta var nákvæmlega eins þegar kom að litnum og svona.

Frank miller og David S. Goyer eru frábærir handritshöfundur en ekki sem leikstjórar og þess vegna ættu þeir að halda sig við það sem þeir eru góðir í , það góða við þessa mynd hinsvegar voru gellurnar í myndinni: Eva Mendez, Scarlett Johansson og fleiri og það er eiginlega þess vegna sem að ég gef þessari mynd 3 stjörnur og kannski smá fyrir litinn.

Ekki fara á þessa mynd, ekki dl henni látið hana bara algjörlega vera.

3/10 ekki nógu gott Frank :(
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stílískur kjánahrollur
The Spirit minnir mig örlítið á Dick Tracy-myndina frá árinu 1990. Báðar myndirnar eru retró, gríðarlega vel útlítandi spæjarasögur (sem eiga rætur sínar að rekja til myndasagna) sem leggja mikla áherslu á yfirdrifið og stílhreint andrúmsloft en eru, því miður, innihaldslega vondar.

Yfirleitt hef ég fílað Frank Miller sem listamann og höfund. Í mörg ár hef ég t.d. verið aðdáandi Sin City bókanna og útgáfurna hans af Batman. Ég elska Sin City bíómyndina, en ég hef alltaf verið sannfærður um að Frank Miller hafi eitthvað setið auðum höndum við gerð þeirrar myndar, þrátt fyrir að vera stimplaður sem meðleikstjóri. Robert Rodriguez átti þá mynd, kannski ekki efniviðinn, en myndina klárlega. Eftir að hafa séð The Spirit, þá finnst mér það greinilega sjást að Miller er ekkert efni í leikstjóra. Hann er kannski fínn ráðgjafi á setti, en sem leikstjóri trompar hann nánast sjálfan George Lucas hvað stífan leik og vond samtöl varða.

En myndinni er ekki bara illa leikstýrt, heldur er hún illa skrifuð og bara almennt ójöfn í tón. Eina stundina er myndin ýkt á góðan hátt, eins og hún hafi húmor fyrir lélegu samtölunum og sýrða fílingnum, en síðan verður myndin óbærilega alvarleg í öðrum senum, eins og hún ætlist til þess að við tökum persónurnar eitthvað alvarlega. Ég get sko sagt ykkur það að mynd sem inniheldur kvenpersónunöfn á borð við Sand Sareff, Plaster og Silken Floss er í engri aðstöðu til að taka sig alvarlega!

Svo eru nokkrir þrusufínir leikarar að gera sig að algjörum vitleysingum. Ég þarf nú ekki einu sinni að taka það fram að Samuel Jackson komi hvað verst út, þ.e.a.s ef þið hafið séð myndina eða brot úr henni. Í fyrstu virkar hann skemmtilega "over-the-top" en eftir smátíma breytist hann í lélegan brandara. Klæðnaðurinn hans er eins og opinbert tákn hallærisleikans og frasarnir sem hann tautar ættu að framkalla margfaldan kjánahroll ("Toilets are always funny!").

Annars verð ég að játa að ég hafi verið ágætlega sáttur við Gabriel Macht í titilhlutverkinu. Þrátt fyrir margar lélegar línur og ennþá verra drama, þá geislar eitthvað svo af honum. Hann hefur rétta karismað til að gera borið heila mynd uppi og maður heldur faktískt upp á karakterinn að einhverju leyti.
Skutlurnar Eva Mendes, Scarlett Johansson, Paz Vega, Stana Katic og Sarah Paulson gera lítið annað en að leika staðlaðar kvenímyndir. Mendes er alveg einstaklega heit, en eins og allar hinar stelpurnar koma þær illa út bæði í leik og flutningi á slæmum línum.
Louis Lombardi (best þekktur sem Edgar úr 24-þáttunum) fær þó heiðurinn á því að vera mest pirrandi einstaklingurinn (eða þannig...) á skjánum. Lúmskt fyndnir brandarar sem fylgja persónu(m) hans, en þeir þreytast fljótt.

Útlitslega séð er The Spirit ótrúlega flott. Stíllinn er auðvitað 90% eftirlíking af Sin City, þótt að myndirnar séu efnislega mjög ólíkar. Mér finnst gaman að fylgjast með því hvað Miller getur gengið langt með brjálaða notkun á litum. Sjónrænt séð er myndin það mikið augnakonfekt að það er eiginlega hálfgerð synd að meirihluti hennar skuli vera keyrður af hægum og óspennandi samtölum.
Tónlistin var líka mjög fín. Upphafsstefin minntu furðulega mikið á noir-tónlist að hætti Danny Elfman. Kom vel út.

Mér finnst nokkuð sorglegt að tíminn sem var eytt í gerð þessarar myndar hefði getað verið notaður í framleiðsluna á Sin City 2. Það er fátt annað en sóun á hæfileikum sem einkennir þessa tilraun Millers sem stakur leikstjóri.
Ég stórefa að Will Eisner - höfundur Spirit-myndasagnanna - hefði verið sáttur með þessa mynd.

4/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn