Roy Miller (Tom Cruise) er njósnari sem er með það verkefni að vernda grip sem gæti breytt öllum heiminum. Hann hefur verið ákærður af fyrrverandi félaga sínum að hann sé svikari og má þessvegna treystu engum. Á leið sinni hittir hann June Havens (Cameron Diaz) sem reynist vera miklu nothæfari en við fyrstu sýn, þó að hún sé nú ekki alveg sjálfbjarga. Með spænskan vopnaframleiðanda og CIA á eftir sér þarf hann að halda lífi á meðan hann reynir að redda málunum og bjarga stúlkunni. Nær Roy Miller að bjarga deginum? Eða fer þetta allt í vaskinn?
Mig grunar fastlega að þú sért ekki búin(n) að sjá þessa mynd, hún er búin að vera undir radarnum vegna öllu hype-inu sem kom frá Inception. Ef þú ert nú þegar búin(n) að fara á Inception tvisvar og ofhugsa hana, þá mæli ég fastlega með að þú kíkir á Knight And Day. Tom Cruise sýnir snilldar leik, enda með snilldar karakter. Hann er loksins að sýna sínar sönnu hliðar, eftir allar þessar semí myndir eins og Valkyrie og MI-3. Þó svo að söguþráðurinn gæti bendi á að þetta sé bara ein önnur hasar myndin þá er hún það alls ekki. Flestir sáu The A-Team og væri alveg hægt að bera þær 2 saman. Þær eru hvorki frumlegar, né raunverlegar, og eiginlega bara heilalaus skemmtun. En það er það sem gerir þær báðar alveg yndislegar. Þær eru heilalaus skemmtun, þær eru ótrúlega fyndnar og þær eru óeðlilega óraunverulegar. Þetta er allt sem sumar-myndir eiga að vera með, skara (The Oscars) tímabilið byrjar strax á eftir þessu (engar áhyggjur). En það sem hélt Knight And Day fyrir ofan allar hinar heilalausu hasar myndirnar, þá er ég að tala um myndir eins og Transformers, var húmorinn og þá meina ég aðalega Tom Cruise, hann lék núna síðast í Tropic Thunder og stal senunni þar líka. Þannig að ef þér líkaði við Tom Cruise í Tropic Thunder, þá muntu elska hann í Knight And Day. Sérstaklega þar sem hann er á skjánum 90% af tímanum.
Handritið var ekkert svaðalega frumlegt, þó að það hafi tekið nýja sýn með því að einbeita meira á „gelluna“ í myndinni. En plottið er eins þunnt og vatnið í krananum, en samt sem áður sniðugt. Þú veist alveg hvernig þetta endar en hún breytir aðeins til í „hvernig það gerist“ hlutanum, samt ekkert svakalega. Mér finnst samt sem áður óskiljanlegt hvernig hann James Mangold nær að láta annað hvert skot vera alveg uppí andlitinu á karakterunum. Ég er ekki bara að tala um close-up skotin sem við könnumst öll við, heldur eru þetta über close-up skot, andlit...andlit!...ANDLIT!. Ég get nú ekki sett mikið annað útá kvikmyndatökuna.
Hinsvegar þá ætti maður alls ekki að búast við slæmri mynd frá James Mangold (meiraðsegja nafnið segir þér staðreyndina, man-gold!) en frá honum hafa komið myndir eins og Walk The Line og 3:10 to Yuma, báðar alveg stórkostlegar sérstaklega Walk The Line. Þó svo að tónlistin hafi nú alls ekki verið jafn góð og í Walk The Line, held að það sé líka ekki mögulega hægt, þá var hún nú alls ekki slæm heldur. Hún hélt uppi spennunni og gerði bara það sem hún átti að gera, alveg eins og Cameron Diaz. Ekkert svo slæm, en ekkert frábær heldur. Samt sem áður voru Cruise og Diaz mjög gott skjápar, sérstaklega þar sem ég efa ekki að Cruise sé svona klikkaður í raun og veru og Cameron svona taugavikluð. Persónusköpunin var nú í algjöru lágmarki, koma smá svona brot inná milli, en þessi litlu brot segja reyndar ágætlega mikið. Allir aukakarakterar voru voðalega úturkú, ég skil nú ekki ennþá afhverju þessi kelling var látin leika CIA stjórann, alveg glötuð og gerir þennan auka karakter ennþá leiðinlegari. En það bjargast reyndar allt um leið og Tom Cruise kemur á skjáinn. Ég er búinn að tala um hann alltof mikið, en hann er bara virkilega það góður.
Knight And day býður uppá frábæra skemmtun og persónulega finnst mér að allir ættu að drífa sig í eitt stykki laugardagsbíó áður en sumarið verður búið og horfa Cruise missa sig í geðveikinni, allavega til að drepa tímann þangað til að The Expandebles kemur.
Einkunn : 7.2
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei