Skrímsli og ofurhetjur vinsælastar

Skrímslaháskólinn, eða Monsters University, er áfram vinsælasta kvikmyndin á Íslandi, sína aðra viku á lista. Myndin fjallar um skrímslin Mike og Sulley og þeirra fyrstu kynni og hvernig þeir leystu úr ágreiningsefnum og urðu síðan bestu vinir.

cartoon_monsters_inc-5031

Ofurhetjumyndin Wolverine, sem er ný á lista,  gerir atlögu að efsta sætinu, en nær ekki nema öðru sætinu á listanum, þó mjótt sé á mununum á toppnum.

Í þriðja sæti er hin galsafulla grínmynd Grown Ups 2 með Adam Sandler og félögum hans, en myndin er ný á lista.

Spennutryllirinn Pacific Rim eftir Guillermo del Toro er í fjórða sæti, og fer niður um tvö sæti síðan í síðustu viku. Í fimmta sæti er svo World War Z, niður um eitt sæti síðan síðast.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, en það er gamanmyndin Gambit með Colin Firth, Cameron Diaz og Alan Rickman í helstu hlutverkum.

Sjáðu allar myndir sem eru í sýningum í bíó í dag með því smella hér.

Sjáðu væntanlegar myndir í bíó hér. 

Sjáðu lista yfir 13 vinsælustu myndir á Íslandi í dag hér fyrir neðan:

listinnnnn