Frosinn vermir toppsætið

frozen 2Það er ískalt á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans en Disney teiknimyndin Frozen er langvinsælasta myndin á landinu í dag í bíó, og kemur ný á lista beint í toppsætið. Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, The Hunger Games: Catching Fire og í þriðja sætinu er Jason Statham myndin Homefront, ný á lista.

Í fjórða sæti er myndin um frjósama sæðisgjafann í Delivery Man og í fimmta sætinu er ofurhetjumyndin Thor: The Dark World.

Sjáðu hvaða 17 myndir skipa topplista vikunnar hér fyrir neðan:

vinsældarlisti bíó