Frozen 2 sló í gegn – sjáðu ljósmyndir af frumsýningargestum

Teiknimyndin Frozen II var frumsýnd um helgina, og það er skemmst frá því að segja að myndin sló í gegn, en 14.301 gestur dreif sig í bíó að sjá kvikmyndina. Tekjurnar námu 16 milljónum króna yfir helgina alla. Það þýðir að 68% allra sem fóru í bíó um helgina, sáu Frozen II, geri aðrir betur! […]

Frozen II leikarar sögðu börnunum frá öllu

Aðalleikarar teiknimyndarinnar Frozen II, sem frumsýnd verður á Íslandi 22. nóvember nk. , komu í spjallþáttinn Jimmy Kimmel Live! í gær, og ræddu þar um myndina, sem er í leikstjórn Chris Buck og Jennifer Lee. Þetta voru þau Kristen Bell, Josh Gad, Jonathan Gross og Idina Menzel. Farið hefur verið með söguþráð myndarinnar eins og […]

Ólafur bjargar jólunum

Gríðarlegar vinsældir Disney teiknimyndarinnar Frozen, og góð sala á varningi tengdum myndinni, þýðir að Disney ætlar ekki að láta hér við sitja, heldur búa til fleiri ævintýri fyrir persónur myndarinnar. Næst á dagskrá er stuttmynd með snjókarlinum Ólafi í aðalhlutverki. Myndin mun verða sýnd í tengslum við frumsýningu næstu Pixar mynd, Coco, sem væntanleg er […]

The Wolf of Wall Street oftast stolið

Kvikmynd Martin Scorsese, The Wolf of Wall Street, með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki hlýtur þann vafasama heiður að vera oftast hlaðið niður ólöglega á netinu á þessu ári. Teiknimyndin Frozen kemur þar rétt á eftir, en myndunum var hlaðið niður um 30 milljón sinnum hvor um sig. Óskarsverðlaunamyndin Gravity var hlaðið niður rúmlega 29 milljón sinnum og […]

Frozen 2 í vinnslu, segir Elsa

Í febrúar sl. fór af stað orðrómur um mögulega framhaldsmynd af hinni geysivinsælu Disney teiknimynd Frosinn, eða Frozen, þegar forstjóri Disney, Bob Iger gaf í skyn að hugsanlega væri hægt að gera myndina að seríu. Í apríl voru þessar væntingar tónaðar niður þegar forstjóri Walt Disney Studios sagði að menn vildu frekar einbeita sér að […]

Let it Go er besta bílalagið

Það vita allir foreldrar ungra barna hvað fylgir á eftir þessum orðum hér: „Let it go, let it go …“, enda hefur þetta vinsæla lag úr Disney teiknimyndinni Frozen farið sem hvirfilbylur um heiminn síðan myndin var frumsýnd í fyrra, og ungir sem aldnir kunna lagið utan að og hafa sungið það margoft, heima við […]

Frozen veldur hjónabandserfiðleikum

Aðdáendur teiknimyndarinnar Frozen eru mis umburðarlyndir gagnvart þeim sem líkar ekki við myndina. Sumir vilja halda myndinni fyrir sjálfan sig, en aðrir vilja breiða út upplifun sína af myndinni. Þrítug kona í Japan virðist ætla að taka þetta skrefinu lengra og hefur hún sótt um skilnað við eiginmann sinn vegna þess að honum þótti myndin […]

Allir syngja Let it Go

Eftir að hafa verið átta vikur í röð á toppi bandaríska breiðskífulistans þá er plata með lögunum úr metsöluteiknimynd Disney, Frozen, loksins fallin af toppnum. Þessi samfellda maraþon seta plötunnar á toppnum er sú lengsta síðan plata Adele, 21, var á toppi listans. Búist er við því að Frozen verði nálægt toppsæti listans áfram. En […]

Kvóti á Frozen varning

Samkvæmt vefritinu WDW Magic, þá hefur Disney fyrirtækið sett kvóta á kaup fólks á Frozen minjagripum í öllum Disney skemmtigörðum í Bandaríkjunum og á skemmtiferðaskipum fyrirtækisins og sumardvalarstöðum. Frozen er geysivinsæl metsölumynd frá Disney sem fékk tvenn Óskarsverðlaun fyrr á þessu ári. Þetta þýðir að nú má aðeins kaupa fimm Frozen hluti af hverri tegund […]

Stærsta teiknimynd allra tíma?

Walt Disney Animation Studios er aftur orðið risi í teiknimyndaheiminum, þökk sé mynd sem var frumsýnd 90 árum eftir að Walt Disney gerði fyrstu teiknimyndina. Á bloomberg.com er farið yfir velgengni nýjustu myndar fyrirtækisins, Frozen, en myndin hefur þénað 1,01 milljarð Bandaríkjadala í sýningum um allan heim frá því að hún var frumsýnd 22. nóvember […]

Frosinn vermir toppsætið

Það er ískalt á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans en Disney teiknimyndin Frozen er langvinsælasta myndin á landinu í dag í bíó, og kemur ný á lista beint í toppsætið. Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, The Hunger Games: Catching Fire og í þriðja sætinu er Jason Statham myndin Homefront, ný á lista. Í fjórða sæti […]

Frumsýning: Frosinn

Á föstudaginn næsta, þann 13. desember, frumsýna Sambíóin Disney teiknimyndina Frosinn, eða Frozen, sem er að hluta til byggð á hinu víðfræga ævintýri Hans Christians Andersen, Snædrottningunni, og er eitthvert metnaðarfyllsta verkefni Disney til þessa. Það er Óskarsverðlaunahafinn John Lassetter sem stýrir framleiðslu myndarinnar, en hann er maðurinn á bak við margar af bestu og vinsælustu […]

Fimm Disney myndir á topp 5 í USA

Disney teiknimyndin Frozen verður að öllum líkindum aðsóknarmesta myndin í Bandaríkjunum þessa myndina, en áætlaðar tekjur myndarinnar yfir helgina alla eru um 28 milljónir Bandaríkjadala. Annað sætið mun líklega falla The Hunger Games: Catching Fire í skaut, en hún er skammt undan Frozen með áætlaðar tekjur upp á 27 milljónir dala. Nýjasta mynd Christian Bale, […]

Frostið bítur Hungurleika

Þakkargjörðardagurinn er í dag í Bandaríkjunum og því löng Þakkargjörðarhelgi framundan, sem er jafnframt mikil bíóhelgi alla jafna. Miðað við spár þá lítur út fyrir að stórmyndin The Hunger Games: Catching Fire haldi sigurgöngu sinni áfram, en hún sló met um síðustu helgi þegar hún varð aðsóknarmesta mynd í nóvembermánuði frá upphafi. Nýju Disney teiknimyndinni […]

Eilífur vetur í Frozen – Ný stikla og myndir!

Ný stikla er komin út fyrir  nýjustu teiknimynd Disney teiknimyndafyrirtækisins, eða Walt Disney Animation Studios. Myndin heitir Frozen, og er úr smiðju þeirra sömu og gerðu teiknimyndirnar Tangled og Wreck It Ralph, sem frumsýnd var í fyrra. Frozen er byggð á ævintýri eftir Hans Christian Andersen, Snjódrottningunni, eða The Snow Queen. Sjáðu stikluna hér fyrir […]

Nýr dómur um Little Fockers – og fjórar aðrar myndir

Af og til þá vekjum við athygli á kvikmyndagagnrýni sem skrifuð er hér á síðunni, bæði frá notendum og frá stjórnendum. Eins og sést hér að neðan í dálknum nýlegar umfjallanir, þá bætast reglulega við nýjar umfjallanir. Sindri Snær Ingimundarson skrifar um myndina House of the Dead og er ekki hrifinn: „Mesta tímasóun í heimi. […]