Let it Go er besta bílalagið

Það vita allir foreldrar ungra barna hvað fylgir á eftir þessum orðum hér: „Let it go, let it go …“, enda hefur þetta vinsæla lag úr Disney teiknimyndinni Frozen farið sem hvirfilbylur um heiminn síðan myndin var frumsýnd í fyrra, og ungir sem aldnir kunna lagið utan að og hafa sungið það margoft, heima við eða á sérstökum sing-a-long sýningum í bíó, og á fleiri stöðum.

Disney's Frozen

Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að ný rannsókn sýnir að lagið er uppáhalds bílalag fjölskyldna. Í rannsókninni voru 1.000 manns spurð að því hvaða lag væri uppáhalds lag þeirra til að syngja í bílnum, og nefndu 35% aðspurðra Frozen, sem sitt uppáhalds lag. Happy eftir Pharrell Williams, úr myndinni Aulinn ég 2, var ekki langt undan en í þriðja sæti, með 8,2% sem völdu það lag, kom lagið Bare Necessities úr Skógarlífi, eða The Jungle Book. 7,8% nefndu Hakuna Matata úr Lion King, eða Ljónakonunginum, og 6,5% nefndu Under the Sea úr Litlu hafmeyjunni, eða The Little Mermaid.

 

Í rannsókninni, sem gerð var af Alamo bílaleigunni, kom einnig fram að yfirgnæfandi meirihluti foreldra ( 80% ) notar tónlist til að hafa ofan af fyrir börnum á ferðalagi í bíl á móti 19% sem nota iPad í þeim tilgangi.

Það væri gaman að vita hvaða lag þú notar til að syngja í bílnum?