Roboapocalypse frestað

Búið er að fresta vísindaskáldsögutryllinum Roboapocalypse um óákveðinn tíma vegna vandræða með handritið og vegna þess hve dýrt er að framleiða hann.

Þetta átti að vera næsta mynd Stevens Spielberg á eftir Lincoln.

Eins og nafnið gefur til kynna gerist myndin eftir að vélmenni hafa lagt veröldina í rúst.

Anne Hathaway átti að leika í myndinni, auk þess sem Chris Hemsworth (Thor) og Ben Whishaw (Skyfall) voru orðaðir við hana.

Roboapocalypse byggir á vísindaskáldsögu Daniels H. Wilson og áætlað var að hún myndi koma í bíó 2014.