Þriðja prinsessumyndin mögulega á leiðinni

Mögulega er þriðja The Princess Diaries kvikmyndin á leiðinni, sextán árum eftir að fyrsta myndin kom í bíó. Höfundurinn, Meg Cabot, uppljóstraði þessu.

Cabot hefur skrifað á annan tug bóka um prinsessuna Mia Thermopolis og uppvöxt hennar, í dagbókarformi.

Nú þegar hafa myndirnar The Princess Diaries og The Princess Diaries: Royal Engagement verið gerðar .

Cabot segir nú að mikill áhugi sé fyrir mynd númer 3, sem yrði þá gerð til heiðurs leikstjóra fyrstu tveggja myndarinnar, Garry Marshall, sem lést á síðasta ári, 81 árs að aldri. Marshall er einnig þekktur fyrir mynd sína Pretty Woman.

Þegar Mel Cabot var spurð nánar út í söguþráð þriðju myndarinnar sagði hún: „Ég má ekki segja,“ sagði hún og hló. „Ég væri mikið til í að tala um þetta, en ég má það ekki.  En þetta er meira framhaldsmynd myndanna heldur en bókanna […],“ sagði hún í samtali við Entertainment Weekly.

Cabot segist hugsa um kvikmyndirnar og bækurnar sem tvo heima. „Það er eins og það sé The Princess Diaries heimur sem ég skapaði, sem er auðvitað frábær, og svo er það Disney heimurinn, sem þau gerðu, sem er jafn frábær. Og báðir heimar eiga sína aðdáendur.“

Einn heitur aðdándi sagði að æskudraumar sínir væru að rætast:

Annars sagði meðal annars: „Chris Pine í Princess Diaries 2 var fullkomið!