Náðu í appið
Öllum leyfðÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Pretty Woman 1990

She walked off the street, into his life and stole his heart.

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 51
/100
Julia Roberts tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik í aðalhlutverki. Tilnefnd til 4 BAFTA verðlauna.

Edward er forríkur viðskiptajöfur sem sérhæfir sig í því að kaupa fyrirtæki og selja þau í bútum. Í einni viðskiptaferðinni til Los Angeles ákveður hann að leigja sér fylgdardömu þar sem hann er nýhættur með kærustunni sinni og það er ekki við hæfi að maður eins og hann mæti einn á samkundur ríka og fræga fólksins. Hlutirnir þróast þó á... Lesa meira

Edward er forríkur viðskiptajöfur sem sérhæfir sig í því að kaupa fyrirtæki og selja þau í bútum. Í einni viðskiptaferðinni til Los Angeles ákveður hann að leigja sér fylgdardömu þar sem hann er nýhættur með kærustunni sinni og það er ekki við hæfi að maður eins og hann mæti einn á samkundur ríka og fræga fólksins. Hlutirnir þróast þó á annan hátt en ætlað var.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Vivian Ward er mella sem mælir göturnar á Sunset Boulevard ásamt vinkonu sinni vegna peningaleysis. Hún lendir í lukkupottinum er hún kynnist draumaprinsinum Richard sem er lífsleiður auðjöfur og vinnur við það að borða veikbyggð fyrirtæki í morgunverð, þ.e.a.s. að kaupa fyrirtæki og búta þau í sundur til að selja í smápörtum. Hún kemur eins og himnasending inn í líf hans og kennir honum að lifa lífinu og líka að rækta með sér alla þessa litlu sætu hluti sem vilja æði oft gleymast í öllu lífsgæðakapphlaupinu. Hér er komið sannkallað Öskubuskuævintýri tíunda áratugarins. Notaleg, feykivinsæl og pottþétt skemmtun - ef ske kynni að þú værir búinn að gleyma raunsæinu og bláköldum staðreyndum hversdagsgrámans. Julia Roberts og Richard Gere leika skötuhjúin Vivian og Richard á óaðfinnanlegan hátt. Julia Roberts var t.a.m. tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn, hún hefur að mínu mati ekki leikið betur á sínum ferli. Sama má segja um Richard Gere. Semsagt, kvikmyndin Glæsileg kona eða Pretty woman fær hvorki meira né minna en þrjár og hálfa stjörnu hjá mér, hún er einfaldlega mannbætandi, svona annað veifið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hrikalega ofmetin mynd finnst mér. Ekkert sérstök mynd frekar leiðinleg finnst mér. Mér fannst Roberts frekar ósannfærandi í leik sínum. Þetta er mynd sem verður ekki í minnum höfð...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn