Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd kom mér verulega á óvart. Fyrst þá langaði mig ekkert að sjá hana en akvað samt að fara á hana í bíó vegna þess að vinkonu minni langaði svo að sjá hana og ég varð nú aldeilis ekki fyrir vonbrigum. Mér fannst þessi mynd frábær. Ég hafði aldrei séð aðaleikkonuna í myndinni leika áður í einhverri annarri mynd, sú sem lék prinsessuna. Mér fannst hún hafa straðið sig vel í þessu hlutverki. :)
Ég gef henni hálfa stjörnu fyrir það að mig langaði að sjá hana.. En þegar ég sá hana...svaka vonbrigði og mér fannst hún ömurleg.... Leeeeeeiðinlegur söguþráður..
Princess diaries er alveg ótrúlega skemmtileg, mjög frumleg og ótrúlega fyndin mynd. Þegar ég sá hana auglýsta var ekki um neitt annað að ræða en að skella sér á hana og það gerði ég. Og viti menn, hún reyndist vera jafnvel ennþá betri enn ég hélt og ég sé ekki eftir að hafa farið á hana. Þeir sem ekki eru búnir að sjá hana ættu að drífa sig út á leigu (Ef þið fílið gamanmyndir) og leigja hana, það er ekki um neitt annað að ræða. SVONA DRÍFIÐ YKKUR!!!
The Princess Diaries.
Þetta er frábær mynd. Ég fór á hana þegar hún var í bíó og hef ekki gleymt hvað hún er frábær. Hún fjallar um stelpu sem er ekki mikið varið í. Pabbi hennar fór frá mömmu hennar og henni og er nú farin til himna en hún vissi ekki að hann hafi verið Prins, Því að mamma hennar vildi halda því leyndu. Svo eftir að pabbi hennar sem var prins deyr er henni sagt af ömmu hennar að hún sé prinsessa. Það gerist líka voða margt í henni því það er voða gaman að sjá hvernig þessi stelpa breytist úr stelpu í prinsessu. En ég vil ekki segja meira því það er alltaf gaman að sjá myndir sem maður veit minna um en þótt ég sé ekki gömul þá get ég sagt að hún er fyrir unga sem aldna.
Þessi mynd kom mér að mörgu leiti skemmtilega á óvart. Ég fór á hana með því hugarfari að drepa tímann þar sem ekkert betra væri að gera. Sagan er ekki mjög frumleg einskonar öskubusku saga en með nokkrum áhugaverðum útúrdúrum þó. Leikarar standa sig með mikilli prýði og er tónlistin skemmtileg. Sæt lítil mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Walt Disney Pictures
Kostaði
$37.000.000
Tekjur
$165.335.153
Vefsíða:
Aldur USA:
G
Frumsýnd á Íslandi:
26. október 2001
VHS:
24. júní 2002