Stjórnar skrímsli með huganum

Risa – Skrímslamyndir eru stór hluti af kvikmyndasögunni, en í flestum tilfellum eru skrímslin að kremja og drepa mannfólkið, en mannfólkið ekki að stýra skrímslunum.

Nýjustu Risa – skrímslamyndirnar eru Godzilla sem Gareth Edwards leikstýrði, Pacific Rim, þar sem menn stjórnuðu risavélmennum, Jaeger, sem börðust gegn ógnarstórum skrímslum utan úr geimnum, Kaiju, og svo síðast en ekki síst er það nýja King Kong myndin, Kong: Skull Island, þar sem okkur verður boðið upp á stærri King Kong en nokkru sinni fyrr.

anne hathaway

Í skrímslamyndinni Colossal er hinsvegar eitthvað annað uppi á teningnum. Vissulega eru stórt skrímsli þar á ferðinni, en sagan snýst miklu frekar um manneskjur, og þá sérstaklega maneskju með sérstakt samband við skrímslið.

Colossal var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum, TIFF, og fjallar um persónu sem Anne Hathaway leikur, sem er að staulast heim eftir heljarmikið djamm og drykkju. Hún er komin með nóg af stertimenninu, kærasta sínum, sem bíður eftir henni.

Hann sættir sig heldur ekki við hegðun hennar og hendir henni út, og hún þarf að flytja frá New York og aftur heim í gamla bæinn sinn. Hún hefur samband við gamlan vin sinn, Oscar, sem Jason Sudeikis leikur, sem rekur bar sem hann erfði frá foreldrum sínum.

Gloria vaknar svo nokkrum tímum seinna í þynnkunni og sér í sjónvarpinu að risastórt eðlu-skrímsli ( Kaiju ) hafi birst upp úr þurru í Seoul í Suður-Kóreu, og valdið gríðarlegu manntjóni og eyðileggingu.

Menn verða mjög hræddir í fyrstu en halda svo áfram sinni daglegu iðju. Gloria kemst svo skyndilega að því að hún hefur dularfullt samband við skrímslið, sem þýðir að hún getur stjórnað hreyfingum þess, og þar með fer hún að tengjast blóðbaðinu í Seoul persónulega.

Leikstjóri er Nacho Vigalondo.

Sjáðu stutt sýnishorn úr myndinni og viðtöl hér fyrir neðan: