Seyfried leikur dóttur Crowe

Amanda Seyfried hefur verið ráðin í hlutverk dóttur Russell Crowe í myndinni Fathers and Daughters.

seyfried

Stutt er síðan við greindum frá því að Crowe hefði verið valinn í aðalhlutverkið.

Seyfried hefur haft nóg að gera undanfarið ár. Fyrst lék hún mikilvægt hlutverk í Les Miserables, svo lék hún í Lovelace og einnig var hún á meðal leikara í A Million Ways To Die in the West í leikstjórn Seth MacFarlane.