Vesalingarnir njóta sín í stiklu

Fyrsta stiklan úr Les Miserables var að detta á veraldarvefinn. Ekki er um að villast að um söngleik er að ræða í þetta skiptið (annað en síðast), en íðilfagrir tónar Anne Hathaway að syngja Susan Boyle slagarann I Dreamed a Dream fegra myndbrotið hér að neðan:

Fyrir forvitna komu inn nýjar myndir úr myndinni fyrir stuttu sem gefa betri mynd af helstu persónunum. Nú og ef að stiklan kveikir hjá áhorfenda óslökkvandi löngun til þess að sjá stykkið í heild sinni, má benda á að Þjóðleikhúsið er ennþá að sýna uppfærslu sína sem mér skilst að hafi fengið ágætis dóma. Og þeir sem vilja verða með allt á hreinu  í Vesalingunum þegar myndin kemur í bíó um jólin, ættu þá einfaldlega að lesa skáldsögu Victors Hugo frá 1862.

Leikstjóri myndarinnar er Tom Hooper (The King’s Speech) og ásamt Hathaway fara Hugh Jackman, Russel Crowe, Amanda Seyfried, Eddie Redmayne, Sacha Baron Cohen og Helena Bonham Carter  með helstu hlutverk.