Blade Runner 2 flýtt um þrjá mánuði

Warner Bros. og Alcon Entertainment hafa ákveðið að flýta útgáfu framhalds Blade Runner um þrjá mánuði.

harrison ford blade runner

Hún verður því sýnd 6. október 2017 í stað 12. janúar 2018 eins og upphaflega stóð til.

Denis Villeneuve mun leikstýra myndinni og með helstu hlutverk fara Ryan Gosling, Harrison Ford, Robin Wright og Dave Bautista.

Myndin gerist nokkrum áratugum eftir að fyrri myndin gerðist en ekkert hefur verið gefið upp um söguþráðinn, samkvæmt frétt The Wrap.