Bale í bræðsluofni – Fyrsta stiklan úr Out of the Furnace

out of 3Fyrsta stiklan fyrir nýjustu Christan Bale myndina Out of the Furnace, eða Út úr bræðsluofninum, í lauslegri íslenskri þýðingu, er komin út.

Myndin er stútfull af gæðaleikurum og er leikstýrt af leikstjóra Óskarsverðlaunamyndarinnar Crazy Heart, Scott Cooper.

Myndin fjallar um þá Russell og yngri bróðir hans Rodney sem búa í hinu efnahagshrjáða Ryðbelti, og hefur alltaf dreymt um að fara í burtu og finna betra líf annars staðar. En þegar grimmileg atburðarás verður til að Russell lendir í fangelsi, þá leiðist bróðir hans inn í ofbeldisfyllstu og grimmustu glæpaklíku í Norð-austurríkjum Bandaríkjanna – sem eru mistök sem kosta hann nánast allt. Þegar Russell sleppur úr fangelsi, þá verður hann að velja á milli síns eigin frelsis, eða taka mikla áhættu með því að ná fram réttlæti til handa bróður sínum.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Á meðal annarra leikara eru Casey Affleck, Woody Harrelson, Forest Whitaker, Willem Dafoe, Zoe Saldana og Sam Shepard. 

Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 27. nóvember nk.

Sjáðu plakatið fyrir myndina hér fyrir neðan:

out of the furnace