Arrival heillaði flesta um helgina

Geimveruheimsóknarmyndin Arrival fór beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina. Myndin er eftir leikstjórann Denis Villeneuve, þann sama og gerði Sicario og Prisoners, og um frábæra tónlistina í myndinni sér Jóhann Jóhannsson, rétt eins og í Sicario og Prisoners. Þrjátíu og ein mynd er á íslenska bíóaðsóknarlistanum þessa vikuna, sem er með því mesta […]

Nýtt í bíó – Arrival

Vísindaskáldsagan Arrival verður frumsýnd á föstudaginn næsta, 11. nóvember, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Þegar tólf geimskip koma óvænt til jarðar er málvísindakonunni Louise Banks ásamt vísindamönnum á öðrum sviðum falið að ná sambandi við geimverurnar í von um að komast að ástæðunni fyrir heimsókn þeirra. Það sem Louise og kollegar hennar uppgötva […]

Framhald Enchanted í undirbúningi

Amy Adams hefur staðfest að framhald verði gert á Enchanted. Hin 42 ár leikkona greindi frá þessu í spjallþættinum The Graham Norton Show en þar var hún að kynna vísindaskáldsögumyndina Arrival. Adams lék Giselle í Enchanted sem kom út árið 2007 á móti Patrick Dempsey, James Marsden og Susan Sarandon. „Þau eru byrjuð að þróa […]

Fortíðin bankar upp á – Fyrsta stikla úr Nocturnal Animals

Fyrsta stikla fyrir nýjustu mynd hins heimsfræga tískuhönnuðar og kvikmyndaleikstjóra Tom Ford, Nocturnal Animals, eða Nátthrafnar í lauslegri þýðingu, er komin út. Um er að ræða aðra kvikmynd Ford í fullri lengd, en fyrri mynd hans er A Single Man frá árinu 2009. Með aðalhlutverk fara Amy Adams, Jake Gyllenhaal, Michael Shannon, Aaron Taylor-Johnson, Isla […]

Enchanted 2 á leiðinni

Árið 2007 naut Disney ævintýramyndin Enchanted þónokkurra vinsælda, og þénaði 340 milljónir Bandaríkjadala í bíó um allan heim, og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta lag í bíómynd. Fljótlega var byrjað að huga að framhaldi myndarinnar, en síðan fór verkefnið í frost og hefur legið þar þar til núna, að verkefnið er komið aftur í gang samkvæmt […]

Hélt hann væri of gamall fyrir Batman

Það kom Ben Affleck í opna skjöldu þegar honum var boðið hlutverk Leðurblökumannsins í hinni væntanlegu Batman v Superman: Dawn of Justice. Hann óttaðist að hann væri of gamall fyrir hlutverkið.  „Mín fyrstu viðbrögð voru: „Eruð þið viss?“. Á þessum tíma var ég 40 eða 41 árs og var nýbúinn með Argo. Ég hugsaði með mér: […]

Plakat úr Big Eyes eftir Tim Burton

Fyrsta plakatið úr nýjustu kvikmynd Tim Burton, Big Eyes, er komið á netið. Þar má sjá stjörnur myndarinnar, Amy Adams og Christoph Waltz fyrir framan málverk af sorgmæddri stúlku. Adams leikur bandarísku listakonuna Margaret Keane en þáverandi eiginmaður hennar (Waltz) hélt því fram að hann hefði málað myndirnar hennar. Mikið skilnaðarstríð upphófst í framhaldi af […]

Skotinn í tölvu – Fyrsta stikla úr Her

Fyrsta stiklan er komin fyrir nýju Spike Jonze myndina Her. Með aðalhlutverkið, einmana rithöfund sem verður ástfanginn af rödd í nýju tölvustýrikerfi sem hann kaupir sér, fer Joaquin Phoenix.  Með hlutverk tölvuraddarinnar fer Scarlett Johansson. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: Og hér fyrir neðan er plakatið -smelltu til að sjá það stærra:

Bale er svikahrappur – Fyrsta stikla

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans David O. Russell ( Silver Linings Playbook ) er komin út. Myndin heitir American Hustle og helstu leikarar eru þau Christian Bale, Bradley Cooper, Amy Adams, Jeremy Renner, Jennifer Lawrence og Robert De Niro. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: Myndin fjallar um Irving Rosenfeld, sem Bale leikur, svikahrapp frá Bronx […]

Christoph Waltz staðfestur í mynd Tim Burton

Christoph Waltz og Amy Adams munu leika í nýjustu mynd Tim Burton sem hefur fengið nafnið Big Eyes og er byggð á sannsögulegum atburðum. Scott Alexander og Larry Karaszewski skrifa handritið og hafa þeir áður unnið með Burton við myndina Ed Wood með Johnny Depp í aðalhlutverki. Waltz og Adams leika hjónin Walter og Margaret […]

Amy Adams tjáir sig um Lois Lane

Amy Adams tjáir sig um hlutverk sitt sem Lois Lane í nýju viðtali við tímaritið Total Film. Lane er draumadís Clark Kent, öðru nafni Súperman, í Man of Steel sem kemur í bíó í sumar. Spurð út í túlkun sína á Lane sagði Adams: „Ég vildi að hún væri kona sem aðrar konur gætu náð […]

Superman með þyrlur sveimandi – Ný mynd

Aðdáendur teiknimyndasagna, og aðrir bíómyndaunnendur, bíða nú spenntir eftir mynd Zack Snyders um Superman, Man of Steel, sem kemur næsta sumar, en þá verða liðin sjö ár frá því að Superman var síðast í bíó. Markaðssetningin á myndinni er að komast í fullan gang og myndir, kitlur, stiklur og sjónvarpsbútar byrjaðir að birtast hægt og […]

Ný stikla: The Muppets

Það styttist í að Prúðuleikararnir fá að kitla hláturtaugar nýrra aðdáenda sem og þeirra gömlu, en í dag kom út síðasta stiklan fyrir myndina. Hingað til höfum við fengið skopstælingar af öðrum stiklum fyrir kvikmyndir á borð við The Girl With The Dragon Tattoo, Green Lantern og The Hangover; en þessi ákveðna stikla sýnir meira […]

Skeggjaður Clark Kent

… og rauðhærð Lois Lane! Hvert stefnir Man of Steel eiginlega? Það er varla frásögum færandi þegar nýjar myndir af settum allra ofurhetjumyndanna sem eru í vinnslu leka á netið, það er eitthvað á hverjum degi nánast. En þessar myndir úr The Man of Steel koma aðeins á óvart. Um daginn sýndum við fyrstu myndirnar […]

Mynd af nýja Superman flýgur á netið

Nú fyrr í dag lenti á netinu fyrsta myndin af hinum breska Henry Cavill í gervi vinsælustu ofurhetju allra tíma, Superman. Cavill fer með titilhlutverkið í hinni væntanlegu Man of Steel, sem leikstýrt verður af 300-töffaranum Zack Snyder. Enn er ekki vitað með vissu hver söguþráður myndarinnar verður en hingað til hefur leikaravalið gengið í […]

Fleiri ganga til liðs við Superman

Leikstjórinn Zack Snyder dregur að sér leikara fyrir Superman mynd sína, Man of Steel, eins og enginn sé morgundagurinn. Nú þegar hefur hann fengið leikara á borð við Kevin Costner, Russell Crowe og Amy Adams til að taka að sér aukahlutverk í myndinni, en nýlega var staðfest að Christopher Meloni hefði gengið til liðs við […]

Jason Segel í sérkennilegum trailer

Ný stikla úr væntanlegri mynd Jason Segel hefur lent á netinu og kom sumum heldur betur á óvart. Í myndinni fer Segel með hlutverk manns sem fer með unnustu sinni, leikinni af Amy Adams, til Hollywood en þau ætla sér bæði að láta draumana rætast. Það er hægara sagt en gert, en á leiðinni eiga […]

Plakat fyrir Prúðuleikarana

Froskurinn Kermit og vinir hans eru á hraðri leið á hvíta tjaldið á ný, en fyrsta plakatið úr nýrri Prúðuleikaramynd hefur lent á netinu. Myndin, sem skrifuð er af Jason Segel og Nicholas Stoller, fjallar um einn allra harðasta aðdáanda Prúðuleikaranna, Walter. Walter kemst að því að olíujöfurinn Tex Richman ætlar sér að jafna gamla […]