Plakat úr Big Eyes eftir Tim Burton

Fyrsta plakatið úr nýjustu kvikmynd Tim Burton, Big Eyes, er komið á netið. Þar má sjá stjörnur myndarinnar, Amy Adams og Christoph Waltz fyrir framan málverk af sorgmæddri stúlku.

big

Adams leikur bandarísku listakonuna Margaret Keane en þáverandi eiginmaður hennar (Waltz) hélt því fram að hann hefði málað myndirnar hennar. Mikið skilnaðarstríð upphófst í framhaldi af því.

Prufusýningar á myndinni hafa farið fram víða um Bandaríkin undanfarið, nú síðast í New Jersey.

Big Eyes verður frumsýnd á jóladag vestanhafs.

Tvö ár eru liðin frá því síðustu myndir Burton komu út, Frankenweenie og Dark Shadows.