Fyrsta myndin úr Dark Shadows

Fyrsta opinbera myndin úr næsta samstarfi þeirra Johnny Depp og Tim Burton var að birtast á veraldarvefnum. Myndin er Dark Shadows, og er endurgerð á vinsælum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á ABC sjónvarpsstöðinni frá árunum 1966 -1972. Johnny Depp var mikill aðdáandi þáttanna sem barn, og sagt er að hann hafi langað til að vera Barnabas Collins, vampíran sem í seinni seríum þáttana var aðalsöguhetjan. Nú fær hann ósk sína uppfyllta. Hér má sjá fyrstu opinberu myndina af leikhópnum, sem inniheldur einvalalið á borð við Helena Bonham Carter, Eva Green, Michelle Pfeiffer, Chloe Moritz og Jackie Earl Haley sem Groundskeeper Willie (eða tvíburi hans). Myndin kemur frá EW og hægt er að fara þangað til að lesa meira um hverja og eina persónu. Klikkið til að sjá alla myndina í fullri stærð.

Hér er svo mynd af persónunum úr upprunalegu þáttunum:

Reyndar hafði lekið ein mynd af Depp á setti myndarinnar áður á netið. Viðbrögðin voru að hann liti meira út eins og Zombie í Michael Jackson búning heldur en persónan Barnabas Collins, og því verður ekki neitað að þetta útlit er heldur… fyrirferðarmikið, eins og Depp vill oft verða í myndum Burtons. Sjáið þá mynd hér fyrir neðan, og mynd af Barnabas úr þáttunum til samanburðar. Soldið ýkt?