Dumbo flýgur á eyrunum í fyrstu stiklu

Í ljósi þess að leiknar nýlegar Disney kvikmyndir eins og The Jungle Book og Beauty and the Beast hafa skilað drjúgum skildingi í kassann, og heppnast vonum framar, þá heldur fyrirtækið nú áfram á sömu braut. Nú er það hinn oft á tíðum töfrandi leikstjóri Tim Burton sem er í leikstjórastólnum, í leikinni mynd um […]

Ósýnilegir og hauslausir krakkar

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu ævintýramynd Tim Burton, Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children, kom út í dag, en miðað við stikluna þá eiga aðdáendur Burton og aðrir unnendur ævintýramynda von á góðu, því við sögu kemur fólk með alls kyns ofurkrafta og sérkenni, krakkar með munn aftan á hnakkanum, ósýnilegir krakkar, sterkir, hauslausir og fljúgandi og […]

Burton meiddist á tökustað

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Tim Burton var fluttur á sjúkrahús í gær eftir að hann slasaðist við tökur á nýjustu mynd sinni, Miss Peregrine´s Home For Peculiars, í Blackpool á Englandi. Burton sem er 56 ára virðist hafa slasað sig þegar hann var í pásu, en var svo fluttur á Victoria spítalann. Eftir skoðun var honum leyft […]

Vilja að Burton frelsi Dúmbó

Dýraverndunarsinnar setja nú þrýsting á leikstjórann Tim Burton, sem mun leikstýra leikinni mynd um Disney fílinn Dumbo, sem flýgur á eyrunum, að hann breyti endi sögunnar, sem er fyrir löngu orðin sígild. PETA dýraverndunarsamtökin hafa skrifað opið bréf til Big Eyes leikstjórans og leggja þar til að „hinn ungi fíll og móðir hans geti fengið […]

13 ára Hollywood sambandi lokið

Hollywood parið, leikstjórinn Tim Burton og leikkonan Helena Bonham Carter, eru skilin að skiptum eftir 13 ára samband. Talsmaður Bonham Carter staðfesti við AP fréttastofuna, að þau hefðu hætt saman fyrr á árinu. „Parið skildi í vinsemd, og hafa haldið áfram að vera vinir og tekið jafnan þátt í uppeldi barna sinna,“ sagði talsmaðurinn, Melody […]

Tim Burton hluti af jóladagskrá Bíó Paradís

Svartir Sunnudagar bjóða í Tim Burton veislu á annan í jólum í Bíó Paradís. Sýndar verða myndirnar Edward Scissorhands klukkan 20:00 og The Nightmare Before Christmas, í þrívídd (3D), klukkan 22:00. Miðaverð er 2.000 kr á báðar myndirnar, en 1.400 kr á staka mynd. Miðasala á tix.is og í Bíó Paradís. EDWARD SCISSORHANDS Meistaraverk Tim […]

Burton vill leikstýra Beetlejuice 2

Leikstjórinn Tim Burton staðfesti í viðtali við MTV News að hann hafi áhuga á því að leikstýra framhaldsmynd að gamanmyndinni Beetlejuice, sem var frumsýnd fyrir 26 árum síðan. Burton sagði frá því í viðtalinu að hann hafi nokkrum sinnum reynt að ná á Michael Keaton vegna titilhlutverksins. Keaton sé þó vant við látin vegna þess að hann er á […]

Plakat úr Big Eyes eftir Tim Burton

Fyrsta plakatið úr nýjustu kvikmynd Tim Burton, Big Eyes, er komið á netið. Þar má sjá stjörnur myndarinnar, Amy Adams og Christoph Waltz fyrir framan málverk af sorgmæddri stúlku. Adams leikur bandarísku listakonuna Margaret Keane en þáverandi eiginmaður hennar (Waltz) hélt því fram að hann hefði málað myndirnar hennar. Mikið skilnaðarstríð upphófst í framhaldi af […]

Warner Bros þorði ekki að gera Superman Lives

Nicolas Cage segir að kvikmyndaverið Warner Bros hafi ekki þorað að gera Superman Lives. Hætt var við að framleiða myndina á tíunda áratugnum. Tim Burton átti að leikstýra og Cage að leika Ofurmennið. „Ég vil ekki vera einn af þessum náungum sem gagnrýna hlutina,“ sagði Cage við Metro. „En er Tim Burton einn af uppáhaldsleikstjórunum […]

Tjáir sig um framhald Beetlejuice

Winona Ryder hefur ýtt undir orðróm um að framhald Beetlejuice sé á leiðinni. Hún lék Lydia Deetz í gamanmyndinni, sem kom út 1988. „Ég má eiginlega ekki segja neitt en það hljómar eins og myndin gæti orðið að veruleika,“ sagði hún við The Daily Beast. „Þetta er ekki endurgerð heldur á myndin að gerast 27 […]

Beetlejuice 2 með Burton og Keaton?

Heimildir Variety kvikmyndaritsins herma að leikstjórinn Tim Burton eigi í viðræðum um að leikstýra nýrri Beetlejuice mynd, en hann leikstýrði fyrri myndinni, og að Michael Keaton muni snúa aftur sömuleiðis í hlutverki draugsins spaugsama og hrekkjótta; Beetlejuice. Seth Grahame Smith er búinn að skrifa handrit myndarinnar og mun framleiða hana ásamt félaga sínum David Katzenberg.  Grahame-Smith […]

Christoph Waltz staðfestur í mynd Tim Burton

Christoph Waltz og Amy Adams munu leika í nýjustu mynd Tim Burton sem hefur fengið nafnið Big Eyes og er byggð á sannsögulegum atburðum. Scott Alexander og Larry Karaszewski skrifa handritið og hafa þeir áður unnið með Burton við myndina Ed Wood með Johnny Depp í aðalhlutverki. Waltz og Adams leika hjónin Walter og Margaret […]

Eva Green bætist við Sin City 2

Eva Green hefur bæst við leikarahópinn í framhaldsmyndinni Sin City: A Dame to Kill For. Green, sem sló í gegn í Bond-myndinni Casino Royale, mun leika hina hættulegu „femme fatale“ Ava Lord. Að sögn höfundarins og leikstjórans Frank Miller er Lord: „Draumur hvers einasta manns en á sama tíma hans versta martröð“. Green vakti síðast […]

X-men höfundur skrifar Gosa

Jane Goldman, sem var einn handritshöfunda X-Men: First Class, hefur verið ráðin til að skrifa handrit að nýrri mynd um spýtukarlinn Gosa. Warner Bros, sem framleiðir myndina, vonast til þess, samkvæmt frétt Empire kvikmyndaritsins, að það auðveldi þeim að fá leikstjórann Tim Burton og leikarann Robert Downey Jr. til að vera með í verkefninu, en þeir […]

Frumsýning: Frankenweenie

SAMbíóin frumsýna föstudaginn 19. október nk. nýjustu mynd leikstjórans Tim Burton, Frankenweenie.  Þetta er leikbrúðumynd sem er undir miklum áhrifum frá hinni frægu skáldsögu um uppvakninginn Frankenstein. Í fréttatilkynningu frá SAMbíóunum segir að húmorinn sé í fyrirrúmi í myndinni, en hún segir frá hinum unga Victor sem hefur nýverið misst sinn besta vin, hundinn Sparky, […]

Endurlit: Mars Attacks!

Mun slakari en mig minnti. Ég dáði Mars Attacks og hló vel yfir henni sem krakki en í dag finnst mér hún virka ójöfn, ófyndin, og mun lágstemmdari en maður myndi búast við frá Tim Burton og vinum hans á tíunda áratugnum. Mér líður eins og þetta hafi átt að vera skopstæling en ég er ekki […]

Fín en bitlaus afþreying

Þetta var allt voða krúttlegt og saklaust fyrstu fimm eða sex skiptin, en nú er þetta farið að verða frekar óhugnanlegt. Þarna tala ég vitaskuld um vafasömu brómantíkina hjá Johnny Depp og Tim Burton, og ég er nokkuð viss um að leikstjórinn sé búinn að löglega ættleiða hann, nema hann sækist bara eftir afbrigðilegum trekanti […]

Kvikmyndir.is forsýnir Dark Shadows!

Við elskum kvikmyndir, og við elskum ekki síður að halda forsýningar svo gestir og notendur síðunnar geti séð sumar kvikmyndir á undan öllum öðrum. Rétt í þessu höfum við ákveðið að halda sérstaka Kvikmyndir.is forsýningu á Tim Burton-myndinni Dark Shadows, sem verður heimsfrumsýnd um helgina. Forsýningin verður degi á undan, nánar til tekið á fimmtudaginn […]

Dark Shadows stiklan vaknar til lífs

Það er ljóst að Tim Burton og eiginkonan hans Helena Bonham Carter séu alveg búin að löglega ættleiða Johnny Depp, því enn og aftur leikur hann aðalhlutverkið í nýjustu mynd leikstjórans þar sem Carter er við hliðina á honum. Dark Shadows er býður að vísu heppilega upp á aðeins fleiri leikara en bara þau tvö, og […]

Fyrstu ljósmyndirnar úr Frankenweenie

Það er sérkennilegt þegar leikstjóri endurgerir sína eigin mynd, hvað þá stuttmynd sem upprunalega kostaði hann starfið hjá fyrirtækinu Disney sem nú er framleiðandi endurgerðarinnar. Frankenweenie fjallar um unga drenginn Victor og hundinn hans Sparky sem leikur í heimagerðum myndum Victors. Dag einn verður Sparky fyrir bíl og lætur lífið, en Victor deyr ekki ráðalaus […]

Fyrsta myndin úr Dark Shadows

Fyrsta opinbera myndin úr næsta samstarfi þeirra Johnny Depp og Tim Burton var að birtast á veraldarvefnum. Myndin er Dark Shadows, og er endurgerð á vinsælum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á ABC sjónvarpsstöðinni frá árunum 1966 -1972. Johnny Depp var mikill aðdáandi þáttanna sem barn, og sagt er að hann hafi langað til að vera […]

Haley Joel Osment snýr aftur sem Frankenstein

Hinn ungi og efnilegi Haley Joel Osment hefur lítið látið á sér kræla undanfarið en leikarinn stefnir nú að sinni næstu mynd, Wake the Dead. Myndin er uppfærsla á sögunni um skrímsli Frankenstein, og fjallar um ungan háskólanema að nafni Victor Franklin sem fer að fikta í hlutum sem hann hefði best mátt láta í […]

The Nightmare Before Christmas 2?

Í nýlegu viðtali var leikarinn Paul Reubens spurður hvort hann hefði áhuga á að vinna með leikstjóranum Tim Burton á ný, en þeir gerðu saman myndina Pee-wee’s Big Adventure árið 1985. Reubens sagði engin slík áform til staðar þar sem Burton hefði margt á sinn könnu þessa dagana. Það sem hefur hinsvegar vakið athygli fjölmiðla […]

Við teljum niður í jólin: Uppáhalds jólamynd Íslendinga – #5-7

Áfram höldum við að telja niður í uppáhalds jólamynd Íslendinga samkvæmt könnun sem var haldin hér á vefnum í nóvember. Í dag koma inn heilar þrjár myndir, þar sem undirritaður átti í listrænum ágreiningi við tölvuna sína um helgina, og við viljum öll komast að toppsætinu fyrir jól. Lítum á hvaða myndir sitja í fimmta, […]

Burton vill ekki meiri Lísu – nema kannski á sviði

Kvikmyndaleikstjórinn Tim Burton hefur útilokað framhald af mynd sinni um Lísu í Undralandi. Burton viðurkennir að endirinn á myndinni hafi verið óljós, og hafi skilið eftir lausa enda sem hægt væri að taka upp í framhaldsmynd. Þrátt fyrir það finnst honum það slæm hugmynd. Í samtali við MTV News segir Burton: „Þetta er svipað og […]

Johnny Depp og Gore Verbinski saman á ný

Stórleikarinn Johnny Depp og leikstjórinn Gore Verbinski munu leiða saman hesta sína í fimmta skipti í væntanlegri mynd sem byggð verður á karakternum The Lone Ranger. Depp og Verbinski, sem unnu saman við Pirates of the Caribbean myndirnar þrjár, unnu einnig saman við væntanlegu teiknimyndina Rango. The Lone Ranger, sem Jerry Bruckheimer mun framleiða, fjallar […]