Dark Shadows stiklan vaknar til lífs

Það er ljóst að Tim Burton og eiginkonan hans Helena Bonham Carter séu alveg búin að löglega ættleiða Johnny Depp, því enn og aftur leikur hann aðalhlutverkið í nýjustu mynd leikstjórans þar sem Carter er við hliðina á honum. Dark Shadows er býður að vísu heppilega upp á aðeins fleiri leikara en bara þau tvö, og þar á meðal eru Eva Green, Michelle Pfeiffer, Chloe Moretz, Johnny Lee Miller, Christopher Lee og Jackey Earle Haley.

Það er ekki hægt að segja annað en að stiklan sem hefur verið gefin út sýni Burton í sínu hefðbundna ljósi hvað útlit og andrúmsloft varðar, en annars er nú ekki langt í (gaman)myndina til að meta hvort þetta sé skref upp frá Alice in Wonderland eða ekki (þó svo að sú mynd sló reyndar í gegn og græddi alveg skömmustulega mikinn pening).

Skoðið allavega sýnishornið fyrir Dark Shadows og segið svo hvað ykkur finnst. Myndin verður síðan frumsýnd í sumar.