Tjáir sig um framhald Beetlejuice

Winona Ryder hefur ýtt undir orðróm um að framhald Beetlejuice sé á leiðinni. Hún lék Lydia Deetz í gamanmyndinni, sem kom út 1988.

winona

„Ég má eiginlega ekki segja neitt en það hljómar eins og myndin gæti orðið að veruleika,“ sagði hún við The Daily Beast.

„Þetta er ekki endurgerð heldur á myndin að gerast 27 árum síðar. Mér þykir svo vænt um Lydia. Hún var stór hluti af mér. Það væri mjög áhugavert að skoða hvað hún er að bralla 27 árum síðar.“

Ryder bætti við: „Ég myndi aldrei leika í henni ef Tim og Michael yrðu ekki með,“ sagði hún og átti við leikstjóra Beetlejuice, Tim Burton, og aðalleikarann Michael Keaton.