Heimurinn varð eins og kvikmyndin

„Ástandið í heiminum hefur leitað enn meira í sömu átt og ég skrifaði,“ segir handritshöfundurinn Stephen Schiff í samtali við The Hollywood Reporter, en Schiff skrifaði handrit spennumyndarinnar American Assassin sem sýnd er í kvikmyndahúsum hér á landi um þessar mundir. „Þannig að myndin virðist vera í takt við tímana sem við lifum á í […]

Batman verður illmenni í Spider-Man

Óskarstilnefndi Batman leikarinn Michael Keaton snýr aftur í ofurhetjuheima í myndinni Spider-Man: Homecoming, og mun þar fara með hlutverk þorparans Vulture. Forstjóri Marvel Studios, Kevin Feige, staðfesti þetta í samtali við dagblaðið kanadíska, Toronto Sun. „Við vorum með óskalista, og hann er að rætast að mestu leiti“, sagði Feige. „Cate Blanchett leikur Hela í Thor: […]

Frumsýningu McDonalds myndar seinkað

Hollywood framleiðandinn The Weinstein Company hefur ákveðið að færa frumsýningardag myndarinnar The Founder, sem við höfum sagt frá hér á síðunni, og fjallar um manninn sem gerði McDonalds að risafyrirtæki, Ray Krock, leikinn af Michael Keaton, inn í hið svokallaða verðlaunatímabil ( awards season ) í Bandaríkjunum. Nokkuð flakk hefur verið á frumsýningardeginum. Upphaflega átti […]

Ris McDonald´s hamborgaraveldisins – Fyrsta stikla!

Michael Keaton, sem leikið hefur aðalhlutverkið í báðum myndunum sem fengið hafa Óskarsverðlaun sem besta mynd sl. 2 ár, Birdman og Spotlight, er mættur aftur í fyrstu stiklu fyrir The Founder, mynd um manninn sem gerði McDonald´s hamborgarakeðjuna að risaveldi. Myndin fjallar um Ray Kroc sem gerði McDonald´s að marg milljarða dollara veldi, en ferlið var […]

Michael stofnar McDonalds

Michael Keaton hefur leikið í flottum myndum nú síðustu misseri; Birdman, þar sem hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir aðalhlutverk, en myndin sjálf fékk Óskarsverðlaun sem besta mynd, og einnig þótti hann frábær í Spotlight, sem einnig fékk Óskarinn sem besta mynd. Næst á dagskrá hjá honum er The Fonder, sem byggð er á sannri sögu sölumannsins […]

Keaton og Ryder í Beetlejuice 2

Leikaraliðið úr gamanmyndinni Beetlejuice hefur samþykkt að leika í framhaldsmyndinni Beetlejuice 2. Leikstjórinn Tim Burton hefur staðfest að bæði Winona Ryder og Michal Keaton muni snúa aftur sem Lydia Deetz og Beetlejuice. Orðrómur hefur verið uppi um gerð framhaldsmyndarinnar í fimm ár. Óvíst var hvort Keaton myndi snúa aftur en nú hefur það fengist staðfest. […]

Birdman verður Beetlejuice!

Golden Globe verðlaunahafinn Michael Keaton, sem vann til verðlauna nú á sunnudaginn fyrir hlutverk sitt í Birdman, mun snúa aftur í framhaldi af myndinni Beetlejuice, sem er í vinnslu, að sögn handritshöfundarins Seth Grahame-Smith.   Keaton, sem er 63 ára, lék „líf-særingarmanninn“ Beetlejuice, sem hræðir menn í burtu, til að draugahjón geti haldið áfram að búa […]

Burton vill leikstýra Beetlejuice 2

Leikstjórinn Tim Burton staðfesti í viðtali við MTV News að hann hafi áhuga á því að leikstýra framhaldsmynd að gamanmyndinni Beetlejuice, sem var frumsýnd fyrir 26 árum síðan. Burton sagði frá því í viðtalinu að hann hafi nokkrum sinnum reynt að ná á Michael Keaton vegna titilhlutverksins. Keaton sé þó vant við látin vegna þess að hann er á […]

Brosnan hafnaði Batman

Pierce Brosnan segir litlu hafi munað að hann hafi orðið Leðurblökumaðurinn, eða Batman, í mynd Tim Burton frá árinu 1989. Brosnan sagði í fyrirspurnatíma á Reddit vefsíðunni, Reddit Ask Me, á miðvikudaginn síðasta, þegar aðdáandi spurði: „Þú varst frábær í hlutverki Bond en ég held að þú hefðir orðið frábær Batman. Var þér einhverntímann boðið […]

Keaton er Fuglamaðurinn

Fyrsta stiklan úr nýjustu kvikmynd leikstjórans Gonzalez Innaritu, sem ber heitið Birdman, var sýnd fyrir skemmstu. Hér er um kolsvarta gamanmynd að ræða sem fjallar um fyrrum leikara sem setur upp leiksýningu á Broadway en lendir svo í erfiðleikum þegar aðalleikari í leiksýningunni, vill fara sínar eigin egósentrísku leiðir. Það er enginn annar en Michael […]

Keaton tjáir sig um framhald Beetlejuice

Framhaldið að Beetlejuice virðist ætla að verða að veruleika ef marka má orð bandaríska leikarans Michael Keaton, sem var í viðtali við MTV á dögunum. „Ég hef alltaf sagt að Beetlejuice sé sú mynd sem mig langi til að taka þátt í aftur“ sagði Keaton og hélt áfram „Ég hef verið í viðræðum við Tim […]

Tjáir sig um framhald Beetlejuice

Winona Ryder hefur ýtt undir orðróm um að framhald Beetlejuice sé á leiðinni. Hún lék Lydia Deetz í gamanmyndinni, sem kom út 1988. „Ég má eiginlega ekki segja neitt en það hljómar eins og myndin gæti orðið að veruleika,“ sagði hún við The Daily Beast. „Þetta er ekki endurgerð heldur á myndin að gerast 27 […]

Beetlejuice 2 með Burton og Keaton?

Heimildir Variety kvikmyndaritsins herma að leikstjórinn Tim Burton eigi í viðræðum um að leikstýra nýrri Beetlejuice mynd, en hann leikstýrði fyrri myndinni, og að Michael Keaton muni snúa aftur sömuleiðis í hlutverki draugsins spaugsama og hrekkjótta; Beetlejuice. Seth Grahame Smith er búinn að skrifa handrit myndarinnar og mun framleiða hana ásamt félaga sínum David Katzenberg.  Grahame-Smith […]

Robocop snýr aftur – fyrsta plakatið

Fyrsta plakatið úr Robocop er komið í loftið. Myndin er endurgerð samnefndrar spennumyndar sem kom út 1987 í leikstjórn Paul Verhoeven. Leikstjóri nýju myndarinnar er José Padilha. Hún gerist árið 2028 þegar fyrirtækið OmniCorp er ráðandi afl í gerð vélmenna. Vélmenni fyrirtækisins eru að sigra í styrjöldum víðs vegar um heiminn. Núna vill fyrirtækið nota […]

Keaton með kvalalosta

Hinn geðþekki leikari Michael Keaton hefur ekki verið mjög áberandi upp á síðkastið, en Keaton var einn vinsælasti leikarinn í Hollywood á sínum tíma og lék meðal annars sjálfan Batman og hinn léttklikkaða Beetlejuice, svo aðeins tvær af þekktum persónum Keatons séu nefndar. Keaton virðist vera að koma til baka af krafti inn í kvikmyndirnar […]