Brosnan hafnaði Batman

THE GHOST WRITERPierce Brosnan segir litlu hafi munað að hann hafi orðið Leðurblökumaðurinn, eða Batman, í mynd Tim Burton frá árinu 1989.

Brosnan sagði í fyrirspurnatíma á Reddit vefsíðunni, Reddit Ask Me, á miðvikudaginn síðasta, þegar aðdáandi spurði: „Þú varst frábær í hlutverki Bond en ég held að þú hefðir orðið frábær Batman. Var þér einhverntímann boðið það hlutverk?“,  „Já, það var svo,“ sagði Brosnan 61 árs, sem er næst væntanlegur á hvíta tjaldið í myndinni The November Man.

„Ég átti fund með Tim Burton fyrir hlutverk Batman. En ég tók því ekki alvarlega, það er ekki hægt að taka þá alvarlega sem eru í nærbuxunum utan yfir buxurnar.“

Eins og flestir ættu að vita var það svo Michael Keaton sem hreppti hlutverkið og lék á móti Jack Nicholson sem túlkaði Jókerinn í Batman mynd Burton frá árinu 1989 og í framhaldsmyndinni Batman Returns. 

keaton

Brosnan viðurkenndi í spjallinu að hann sæi eftir þessari ákvörðun sinni. „Ég tók þessu eins og bjáni. Þetta var grín, hélt ég,“ sagði hann og bætti við að hann hefði verið mikill aðdáandi Batman sem strákur þegar hann var að alast upp á Írlandi.