Nýtt í bíó – Arrival

Vísindaskáldsagan Arrival verður frumsýnd á föstudaginn næsta, 11. nóvember, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

Þegar tólf geimskip koma óvænt til jarðar er málvísindakonunni Louise Banks ásamt vísindamönnum á öðrum sviðum falið að ná sambandi við geimverurnar í von um að komast að ástæðunni fyrir heimsókn þeirra. Það sem Louise og kollegar hennar uppgötva með rannsóknum sínum er langt fyrir utan allt það sem nokkur hefði getað ímyndað sér.

amy-adams

Í tilkynningu frá Senu segir að myndin sé nú þegar orðin umtöluð sem ein besta mynd ársins.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Leikstjórn:
Denis Villeneuve
Leikarar:
Amy Adams, Forest Whitaker og Jeremy Renner

Áhugaverðir punktar til gamans: 

-Þótt opinber frumsýningardagur Arrival sé ekki fyrr en 11. nóvember hefur myndin verið sýnd á nokkrum kvikmyndahátíðum og þegar þetta er skrifað hafa sextán af gagnrýnendunum á Metacritic gefið henni 8,0 í meðaleinkunn. Á Imdb.com er hún með 8,5 í einkunn frá tæplega fimmtán hundruð almennum notendum og
eru þeir ófáir sem kalla hana „meistaraverk“. Það er því ljóst að þeir sem kunna að meta vísindaskáldsögur eiga gott eitt í vændum.

-Arrival er byggð á margverðlaunaðri og stórsnjallri smásögu eftir bandaríska rithöfundinn Ted Chiang, Story of Your Life.

-Eins og í fyrri myndum Denis Villeneuve semur Jóhann Jóhannsson tónlistina í Arrival og það má nánast öruggt telja að fyrir hana verði hann tilnefndur til Óskarsverðlauna, þriðja árið í röð.

plakat