Nýtt í bíó – The Light Between Oceans

Samfilm frumsýnir myndina The Light Between Oceans föstudaginn 11. nóvember í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík.

Myndin, sem er eftir leikstjórann Dereks Cianfrance (Blue Valentine),  er byggð á samnefndri metsölubók og hafa gagnrýnendur lofað hana í hástert, eins og segir í frétt frá Sambíóunum.

the-light-between-oceans

Þau Tom Sherbourne og Isabel Graysmark eru yfir sig ástfangin og þegar Tom snýr heim heill á húfi úr skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar í Evrópu ákveða þau að gerast vitaverðir á afskekktri eyju undan austurströnd Ástralíu. Dag einn rekur bát að landi eyjarinnar og innanborðs er dáinn maður og lítið stúlkubarn sem þau Tom og Isabel ákveða að ala upp sem sitt eigið þótt Tom sé í fyrstu á báðum áttum um að þau séu með því að gera rétt. Tveimur árum síðar fara þau með stúlkuna, sem þau nefna Lucy-Grace, í fyrsta sinn upp á meginlandið og um leið hefst örlagarík atburðarás …

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Aðalhlutverk: Michael Fassbender, Alicia Vikander, Rachel Weisz, Florence Clery, Jack Thompson, Thomas Unger og Bryan Brown

 

Aldurstakmark: 12 áraÁhugaverðir punktar til gamans: 

the-light-The Light Between Oceans er byggð á samnefndri fyrstu skáldsögu ástralska rithöfundarins M. L. Stedman sem kom út árið 2012 og sat m.a. á metsölulista New York Times í rúmlega ár. Bókin kom svo út í fyrra í íslenskri þýðingu Guðna Kolbeinssonar undir heitinu Ljós af hafi.

-Þau atriði myndarinnar sem gerast á meginlandinu eru tekin upp í bænum Stanley á norðvesturströnd Tasmaníu. Lögð var áhersla á að gefa bænum 1920- yfirbragð á meðan tökur fóru fram og voru margir bæjarbúar af þeim fimm hundruð sem þarna búa ráðnir í statistahlutverk.