Framhald Enchanted í undirbúningi

Amy Adams hefur staðfest að framhald verði gert á Enchanted. Hin 42 ár leikkona greindi frá þessu í spjallþættinum The Graham Norton Show en þar var hún að kynna vísindaskáldsögumyndina Arrival.

enchanted

Adams lék Giselle í Enchanted sem kom út árið 2007 á móti Patrick Dempsey, James Marsden og Susan Sarandon.

„Þau eru byrjuð að þróa áfram Enchanted 2. Hún kallast Disenchanted. Það er búið að ráða leikstjóra og handritið er í vinnslu. Vonandi verð ég í því,“ sagði hún. „Ég ætla ekki að leyfa neinum öðrum að leika Giselle.“