Enchanted
Öllum leyfð
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTónlistarmynd

Enchanted 2007

(Töfraprinsessan)

Frumsýnd: 21. desember 2007

The real world and the animated world collide.

7.0 168596 atkv.Rotten tomatoes einkunn 93% Critics 7/10
107 MÍN

Giselle er undurfögur stúlka sem á heima í ævintýraheimi. Fjallmyndarlegur prins fellur kylliflatur fyrir henni og þau ætla að giftast en stjúpmóður hans er illa við hana og reynir að losa sig við hana með því að henda henni ofan í djúpan brunn. Brunnurinn reynist vera töfrahlið og áður en Giselle veit af er hún komin til New York. Hún botnar ekkert í... Lesa meira

Giselle er undurfögur stúlka sem á heima í ævintýraheimi. Fjallmyndarlegur prins fellur kylliflatur fyrir henni og þau ætla að giftast en stjúpmóður hans er illa við hana og reynir að losa sig við hana með því að henda henni ofan í djúpan brunn. Brunnurinn reynist vera töfrahlið og áður en Giselle veit af er hún komin til New York. Hún botnar ekkert í harðneskju borgarbúa og á erfitt með að aðlagast lífinu þar. Hún kynnist lofuðum manni og dóttur hans en þótt kynnin séu stirð til að byrja með verða þau fljótt vinir og gott betur en það. Mun Giselle nokkurn tímann komast aftur til sinna heimakynna eða er hún dæmd til þess að horfa upp á mann sem hún er skotin í giftast annarri konu?... minna

Aðalleikarar

Amy Adams

Giselle

Patrick Dempsey

Robert Philip

James Marsden

Prince Edward

Timothy Spall

Nathaniel

Rachel Covey

Morgan Philip

Susan Sarandon

Queen Narissa

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (2)


Hugmyndin á bakvið þessa mynd fannst mér ansi góð. Myndin byrjar sem týpíks klassísk Disney teiknimynd, ekki ólík Mjallhvít. Allir eru syngjandi og villt dýr sópa gólf þegar þeim er sagt. Það er auðvitan vond norn og í stað þess að eitra fyrir prinsessunni er henni ýtt yfir í raunveruleikann, þ.e. New York. Prinsinn eltir auðvitað og leitar að prinsessunni..og svo framvegis. Amy Adams leikur prinsessuna með miklum tilþrifum. Það er leikona sem ég þekki ekki en hefur leikið í fullt af myndum skv. IMDb. James Marsdsen er fínn sem prinsinn, hann er líklega best þekktur úr X-Men. Patrick Dempsey leikur venjulegan mann og er ágætur en mjög venjulegur, of venjulegur. Susan Sarandon er flott sem vonda nornin en fær of lítið til að vinna með. Þessi mynd er frábær fyrir krakka, ekki eins góð fyrir fullorðna en samt ágæt skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hugljúf
Sæt saga um teiknimyndapersónuna Giselle (Amy Adams) sem er göldruð út í alvöru okkar heim, nánar tiltekið New York. Teiknimyndapersónurnar eru að sjálfsögðu ansi íktar þegar þær rölta um stórborgina í leit að ævintýrum, og í öllum öðrum myndum fengi hún mínus fyrir það, en maður dettur svo inn í hugarheiminn þeirra að það fyrirgefst alveg. Robert (Patrick Dempsey), sem virðist vera eini maðurinn í NY sem hefur samviskubit til að hjálpa grei Giselle, oft óraunverulegur. Söguþráðurinn bara hinn fínasti með nokkrum góðum brandörum sem öll fjölskildan getur hlegið að. Alveg hin fínasta Disney mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn