Náðu í appið
100
Öllum leyfð

102 Dalmatians 2000

Justwatch

Frumsýnd: 9. febrúar 2001

A Spotless New Tail Is Going To Be Unleashed

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 30% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Eftir að hafa fengið viðeigandi meðferð þá er Cruella De Vil sleppt úr fangelsi og er breytt kona. Hún helgar sig nú hundum og góðum málefnum, og er himinlifandi að Chloe, skilorðseftirlitsmaðurinn hennar, á dalmatíuhunda og tengist hunda-góðgerðarsamtökum. En það að heyra klukkurnar í Big Ben hringja, getur breytt Cruella De Vil aftur í þá manneskju... Lesa meira

Eftir að hafa fengið viðeigandi meðferð þá er Cruella De Vil sleppt úr fangelsi og er breytt kona. Hún helgar sig nú hundum og góðum málefnum, og er himinlifandi að Chloe, skilorðseftirlitsmaðurinn hennar, á dalmatíuhunda og tengist hunda-góðgerðarsamtökum. En það að heyra klukkurnar í Big Ben hringja, getur breytt Cruella De Vil aftur í þá manneskju sem hún var, þannig að það er aðeins tímaspursmál hvenær hún fer aftur að girnast Dalmatíuhunda og breyta þeim í kápur og klæðnað.... minna

Aðalleikarar


Í byrjun kvikmyndarinnar 102 Dalmatians sjáum við lækni og lögfræðing tala um geðheilsu Cruella De Vil, læknirinn segir að hún sé læknuð og stuttu seinna fær hún skilorð en ef hún brýtur skilorðið þá muna allir peningarnir hennar fara í hunda athvarf, þeir munu fara í hundanna, segir dómarinn. Cruella, sem vill núna láta kalla sig Ellu og hún bara elskar hunda útur lífinu. Allt virðist vera fínnt hjá henni Ellu en þegar að hún heyrir Big Ben hringja þá breytist hún aftur í hina venjulegu Cruellu(ég skildi það ekki alveg). Þá fer sagan að verða nokkuð mikið svipuð 101 Dalmatians. Skilorðsfulltrúinn hennar, Chloe(Alice Evans), sem er mikill hundamanneskja á fullt af dalmatiu hundum einn þeirra hefur enga bletti og er hálf þunglyndur yfir því. Hún verður ástfanginn af Kevin(Ioan Gruffudd) sem á hundaathvarfið sem að Cruella tengist. Cruella vill nátturulega fá sér ný dalmatiu föt en núna þarf hún 102 hvolpa og restin af myndinni fjallar um það.


Það eru margar persónur í myndinni. Páfagaukurinn Waddlesworth(Eric Idle), hann getur talað og stafað, hann heldur líka að hann sé hundur. Jean-Pierre Le Pelt (Gérard Depardieu), fatahönnuður sem ætlar að hjálpa Cruellu og fleiri og fleiri.


Búningarnir eru mjög flottir eins og venjan er, sjónbrellurnar voru alveg að virka en það vantaði eitthvað. Persónurnar eru bein afrit af persónunum úr fyrstu myndinni, en eru ýktar alveg ótrúlega. Börn hafa án efa gaman af myndinni en flestir ættu bara horfa aftur á gömlu teiknimyndinni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það var með talsverði eftirvæntingu að ég fór með dætur mínar (3 og 5 ára) á þessa mynd. Eftir hefðbunda kynningu á öðrum myndum (m.a. kynningu á vampírumynd) þá hófst myndin. Hún fór vel af stað, mjög vel gerð og frábært að sjá hvað hundarnir leika vel. Þegar Grimmhildur birtist þá kárnaði hinsvegar gamanið fyrir þá yngri (3 ára að verða 4). Sum atriðin voru gerð alltof ógnvekjandi þ.a. að jafnvel mér var brugðið (ég reyndi þó að harka af mér og sína stillingu). Söguþráðurinn var góður en alltof mörg ljót atriði skemmdu annars ágæta mynd. Sú eldri var nokkuð ánægð en hin sat í fanginu á mér allan tímann og vildi nokkrum sinnum fara heim. Einnig mátti heyra grát einhverra barna í salnum.... Annars ætla ég að fá mér svona doppuhund, þeir geta sjálfir kveikt á vídeóinu ! Bönnuð börnum yngri en 4 og viðkvæmum pöbbum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.10.2019

Óendanlega mikið efni á Disney+

Ný streymisveita Disney afþreyingarrisans fer brátt í gang, og nú er orðið ljóst hvað boðið verður upp á í veitunni, en um er að ræða gríðarlegt magn af efni. Sagt er frá þessu á vef Gizmodo. Um helgina birti fyrirtækið stutta kitlu á Twitter, þar sem stiklað var á stóru, og sagt frá einhverjum af þeim kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sem í boði verða. Þar er ekki eingöngu um nýtt og frumsamið efni eins og geimvestrann The Mandalorian að ræ...

Svipaðar myndir


Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn