Grettir gerir bara það sem honum sýnist

Á meðan leikarinn og grínistinn Vilhelm Netó talar fyrir Gretti í íslenskri talsetningu teiknimyndarinnar The Garfield Movie, sem kemur í bíó hér á Íslandi 29. maí nk., þá er það bandaríski leikarinn Chris Pratt sem er rödd kattarins í frumútgáfu myndarinnar en teiknimyndin segir frá uppruna hins lasagna-unnandi kattar og bráðfyndnum ævintýrum hans.

Auk Pratt talar í myndinni fjöldi frægra leikara, þar á meðal Samuel L. Jackson, Hannah Waddingham, Nicholas Hoult, Cecily Strong, Harvey Guillén og Brett Goldstein.

Kvikmyndin segir frá því að þegar hinn ofdekraði Grettir hittir óvænt föður sinn, sem hann hefur ekki séð lengi, fer af stað röð ævintýralegra atburða. Grettir dregst frá hinu mjög svo þægilega innilífi með Jóni og hundinum Oddi, og margir óvæntir hlutir fara í hönd.

Birtist fyrst 1978

Teiknimyndasagan um Gretti birtist fyrst árið 1978 og er teiknuð af Jim Davis.
Í samtali við kvikmyndaritið Screen Rant útskýrir Pratt afhverju hann var spenntur fyrir að leika Gretti í þessari upprunasögu og afhverju kötturinn appelsínuguli er jafn vel þekktur og raun beri vitni.

„Fyrsta minning mín um Gretti var teiknimyndagan sjálf. Sem barn elskaði ég Gretti og Odd – ég man að frændi minn nefndi hundinn sinn Odd til dæmis. Ég á við að Grettir er ein minnisstæðasta teiknimyndapersóna hjá öllum krökkum frá 1978 og uppfrá því. Þetta er útbreiddasta teiknimyndasaga í heimi […] Hann er uppreisnarseggur, hann er svona týpa sem gerir allt öfugt í heimi þar sem allir eru að segja þér að vakna á hverjum degi, drífa þig í vinnu og skóla og standa þig í lífinu. Hann segir, skítt með það! Ég geri bara það sem mér sýnist. Ég þoli ekki mánudaga, ég borða það sem ég vil, ég neita að vinna og ég ætla að vera kaldhæðinn. Og hann gaf vinnandi fólki rödd, fólki sem þurfti að slíta sér út 40 tíma á viku. Þú veist? Þessvegna held ég að fólk, fullorðnir, hafi elskað hann svona mikið og ég held að krakkar elski hann því hann er stór og feitur appelsínugulur köttur.“

Um föður Grettis, Vic, segir Pratt. „Grettir telur sig vita hver blóðfaðir hans er. Í lok myndarinnar er Grettir ekki sá sami og hann var í byrjun myndarinnar. Þannig að þroski hans sem persónu felst í að fara úr þessu ofdekraða lífi sem innanhússköttur yfir í að hann og Oddi fara í þetta sögulega ævintýri fjarri heimilinu, þar sem hættur eru við hvert fótmál. Þetta er spennandi ævintýramynd, en innst inni er hún um að kannski eru foreldrar okkar ekki þeir sem við héldum að þau væru.“

The Garfield Movie (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.8
Rotten tomatoes einkunn 37%

Kötturinn Grettir er á leið í stórskemmtilegt útivistar-ævintýri en eftir óvænta endurfundi með löngu týndum föður sínum, neyðast Grettir og hundurinn Oddi til að yfirgefa dekurlíf sitt og ganga til liðs við pabbann í hættulegri ránsferð....

Skapari Grettis, Jim Davis sagði um þig: „Chris hefur frábæran tón í röddinni og ótrúlegar tímasetningar.“ Hann gaf þér 10 af 10 mögulegum í einkunn. Hvað þýðir það fyrir þig að heyra Jim segja þetta, og hverju vildir þú bæta við sem ekki var skrifað i handritið?

Létti af honum pressu

„Bíddu, ertu viss, sagði Jim þetta? Ég hef ekki heyrt það áður. Það er frábært. Ég er mjög stoltur. Geggjað. Það er reyndar sláandi að hann viti yfirleitt hver ég er. Þú veist? Þetta er Jim Davis! Ég man að ég sá nafnið hans ritað á hverja einustu teiknimyndaræmu af Gretti sem ég las sem strákur. Það er mjög svalt.

Mark Dindal, leikstjóri, var mjög skýr með það að hann sá fyrir sér Garfield tala með minni röddu áður en hann hafði nokkurntímann talað við mig. Hann vissi hvernig persónan átti að vera og hljóma. Hann sagði, mættu, gefðu af þér, deildu hjartanu, röddinni og anda þínum í gegnum persónuna. Og það er það sem ég gerði. Og það létti af mér pressu. Mér fannst þá að ég þyrfti ekki að endurskapa það sem hafði verið gert áður. Ég þurfti bara að vera á staðnum og ég er þakklátur fyrir þetta allt.“

Tætingslegur götuköttur

Samuel L. Jackson leikur Vic föður Grettis í myndinni.
„Hann er tætingslegur götuköttur á flótta. Það er ástæða fyrir því að Grettir var alinn upp af Jóni, því eins og við komumst að snemma í myndinni, þá er Grettir yfirgefinn flækingsköttur sem Jón bjargar, tekur að sér og dekrar ótrúlega mikið.“