Berst við djöfla og feðraveldið

Þjóðverjinn Daniel Stamm leikstjóri The Last Exorcism ( síðasta særingin) frá árinu 2010 er ekki af baki dottinn í særingarbransanum því nú snýr hann aftur tólf árum síðar með nýja mynd af þeirri tegund, Prey for the Devil sem kemur í bíó á Íslandi í dag.

Djöfull hið innra.

Eins og fjallað er um á vefsíðunni Den of Geeks eru myndirnar tvær þó gjörólíkar. The Last Exorcism lék sér mikið með tvíræðnina um það hvort að aðalpersónan væri haldin illum anda eða hvort hún væri einfaldlega að þykjast. Prey for the Devil gengur hinsvegar hreint til verks.

Vill fæla burtu illa anda.

“Ég elska það því í flestum kvikmyndum þá þarf að vera hálf klukkustund af efa, og allir sitja og hugsa: Nei, við vitum að við erum að horfa á særingarmynd. Þetta er örugglega djöfull,“ segir Stamm hlæjandi við Den of Geeks.

Feðraveldið vill ekki að Ann særi út púka.

Spurður að því afhverju hann hafi ákveðið að snúa aftur í særingageirann segir hann það hafa eitthvað að gera með væntingar, sem er bæði blessun og bölvun. „Þetta er lítill sylla í kvikmyndaheiminum og við þurfum að finna ferska nálgun.“

Má ekki særa

Nálgun Prey for the Devil liggur í aðalsöguhetjunni.  Sögð er saga ungnunnunnar Ann, sem Jacqueline Byers leikur, en hún hefur haft samskipti við djöfla í fortíðinni. Hún býr í leynilegum særingarskóla en fær aðeins að vinna hefðbundin nunnustörf – þ.e. konur mega ekki framkvæma særingar. En þegar ung stúlka fer að sýna undarlega hegðun þá áttar Ann sig á að hún er að kalla á hjálp.

Það gengur mikið á.

„Það eru svo margar kvikmyndir með kvenkyns aðalsöguhetjun, og það er svona í tísku, sterka kvensöguhetjan,“ segir Stamm. „En hvernig sköpum við hana og gerum hana sterka á þann hátt að hlutverkið gæti aldrei verið karllægt?  Hér getur það ekki verið karl því sagan segir frá því hvernig hún þarf að berjast gegn óvættinum, en fyrst þarf hún að berjast við feðraveldið, og hún þarf að berjast við kirkjuna fyrir réttinum á að fá að berjast við púkann.“

Hrökkvaviðatriði

Svo kemur í ljós að árinn sem hefur tekið sér bólfestu í stúlkunni tengist fortíð Ann.  Það gaf Stamm tækifæri til að skapa slatta af hrökkvavið-atriðum. Fjöldi særinga eru í myndinni og Stamm vildi nálgast þær útfrá fórnarlambinu.

Hvernig myndirðu lýsa Ann?

„Hún nálgast nunnuhlutverkin á sinn máta. Ég held hún sé græðari, og ég held að hún lækni í gegnum sína eigin erfiðu lífsreynslu. Hún er staðráðin í að annað fólk muni ekki uppifa jafn slæma hluti og hún þurfti að ganga í gegnum sjálf.“

Hvað fékk þig til að gera þessa mynd?

„Ég held að þegar þú ert pínu hræddur við viðfangsefnið, og það, fyrir mér, er alltaf góðs viti. Og ég elska börn. Hrollvekjur með börnum hafa alltaf vakið mestan ótta hjá mér. Ég held að það að vernda börn sé djúpstæð tilfinning hjá mér, Jackie og hjá Ann.“