Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Búið ykkur undir... mikla bið
Ég er byrjaður að verða heldur þreyttur á mocumentary hryllingsmyndum og svokölluðum "found footage" myndum. Þessi geiri er, frásagnarlega séð, svakalega takmarkaður og það þarf meira en lítið hugmyndaflug til að skila af sér einhverju sem við höfum ekki séð áður. Möguleikarnir um hvernig svona myndir enda eru heldur ekkert alltof miklir, en það er aukaatriði. The Last Exorcism er dæmi um hvernig mocumentary hrollvekja getur ekki mikið gert með það sem hún hefur í höndunum, og stíllinn á henni takmarkar mynd sem er þegar tiltölulega stöðluð ennþá meira.
Fyrir utan það að innihald myndarinnar er ekki nógu áhugavert til að halda athygli manns út lengdina (sem ég býst við að sé viðburðarlítilli atburðarás að þakka) þá fann ég sjaldan fyrir spennu og festist aldrei við sætisbrúnina eins og ég hefði viljað. Leikararnir eru að vísu nógu sannfærandi til að maður kaupi það sem er að gerast, en leikstjórnin er eitthvað svo dauf allan tímann. Kraftinn vantaði alveg, og óþægindin fóru aldrei þær leiðir sem þau áttu að gera.
Í fyrri hlutanum býður "söguþráðurinn" upp á ýmislegt sem lofar mjög góðu, og ég skal alveg viðurkenna að ég fílaði aðalkarakterinn talsvert mikið. Hugmyndin um hálf trúlausan prest sem sviðsetur andsetningar (áður en alvaran byrjar þ.e.a.s.) er líka nokkuð skondin í sjálfu sér. Leiðindin eru samt þau að út þennan fyrri hluta er maður allan tímann að bíða eftir að eitthvað merkilegt gerist sem annaðhvort grípur mann eða fær hárin til að rísa. Svo fær maður rétt svo fjórðung af því sem maður vonaðist eftir. Ég hefði fundið minna fyrir þessari bið hefðu persónusamskiptin verið eftirminnileg, en svo er ekki þannig að í staðinn fáum við bara langa uppbyggingu að engu sérsöku. Endirinn kemur líka að manni eins og blaut tuska í smettið og ég meina það ekki á jákvæðan hátt eins og eitthvað hafi komið mér á óvart. Þegar manni líður eins og myndin sé loksins orðin subbulega athyglisverð, þá kemur lokatextinn - sem ég hélt í fyrstu að væri einhver djókur. Ekki einu sinni nær orðið pirrandi að lýsa þessu nógu vel.
Heimildarmyndastíllinn fór að verða meira böggandi því lengra sem leið á seinni hlutann. Hann virkar í fyrstu en persónulega finnst mér myndin alveg mátt sleppa honum eftir miðpunktinn (myndin dettur hvort eð er inn og út úr þessum stíl - þið sjáið t.d. hvernig tónlist er notuð undir sumum senum). Nálgunin á efninu hefði þá verið miklu ferskari, og þar að auki hefði margt verið hægt að gera betur með lokasenurnar, sem voru óneitanlega nokkuð kúl. Það er erfitt að kalla myndina leiðinlega því allan tímann *langaði* mig til þess að detta inn í hana, í stað þess að telja niður í það að hún myndi klárast. Það eru semi-áhrifarík atriði dreifð um hér og þar en yfir heildina er það óásættanleg niðurstaða fyrir einhvern sem vonast eftir einhverju almennilegu. Ég held að jafnvel gelgjurnar gætu endað með því að geispa, og það er sjaldnast gott merki þegar um svona mynd er að ræða.
5/10
Ég er byrjaður að verða heldur þreyttur á mocumentary hryllingsmyndum og svokölluðum "found footage" myndum. Þessi geiri er, frásagnarlega séð, svakalega takmarkaður og það þarf meira en lítið hugmyndaflug til að skila af sér einhverju sem við höfum ekki séð áður. Möguleikarnir um hvernig svona myndir enda eru heldur ekkert alltof miklir, en það er aukaatriði. The Last Exorcism er dæmi um hvernig mocumentary hrollvekja getur ekki mikið gert með það sem hún hefur í höndunum, og stíllinn á henni takmarkar mynd sem er þegar tiltölulega stöðluð ennþá meira.
Fyrir utan það að innihald myndarinnar er ekki nógu áhugavert til að halda athygli manns út lengdina (sem ég býst við að sé viðburðarlítilli atburðarás að þakka) þá fann ég sjaldan fyrir spennu og festist aldrei við sætisbrúnina eins og ég hefði viljað. Leikararnir eru að vísu nógu sannfærandi til að maður kaupi það sem er að gerast, en leikstjórnin er eitthvað svo dauf allan tímann. Kraftinn vantaði alveg, og óþægindin fóru aldrei þær leiðir sem þau áttu að gera.
Í fyrri hlutanum býður "söguþráðurinn" upp á ýmislegt sem lofar mjög góðu, og ég skal alveg viðurkenna að ég fílaði aðalkarakterinn talsvert mikið. Hugmyndin um hálf trúlausan prest sem sviðsetur andsetningar (áður en alvaran byrjar þ.e.a.s.) er líka nokkuð skondin í sjálfu sér. Leiðindin eru samt þau að út þennan fyrri hluta er maður allan tímann að bíða eftir að eitthvað merkilegt gerist sem annaðhvort grípur mann eða fær hárin til að rísa. Svo fær maður rétt svo fjórðung af því sem maður vonaðist eftir. Ég hefði fundið minna fyrir þessari bið hefðu persónusamskiptin verið eftirminnileg, en svo er ekki þannig að í staðinn fáum við bara langa uppbyggingu að engu sérsöku. Endirinn kemur líka að manni eins og blaut tuska í smettið og ég meina það ekki á jákvæðan hátt eins og eitthvað hafi komið mér á óvart. Þegar manni líður eins og myndin sé loksins orðin subbulega athyglisverð, þá kemur lokatextinn - sem ég hélt í fyrstu að væri einhver djókur. Ekki einu sinni nær orðið pirrandi að lýsa þessu nógu vel.
Heimildarmyndastíllinn fór að verða meira böggandi því lengra sem leið á seinni hlutann. Hann virkar í fyrstu en persónulega finnst mér myndin alveg mátt sleppa honum eftir miðpunktinn (myndin dettur hvort eð er inn og út úr þessum stíl - þið sjáið t.d. hvernig tónlist er notuð undir sumum senum). Nálgunin á efninu hefði þá verið miklu ferskari, og þar að auki hefði margt verið hægt að gera betur með lokasenurnar, sem voru óneitanlega nokkuð kúl. Það er erfitt að kalla myndina leiðinlega því allan tímann *langaði* mig til þess að detta inn í hana, í stað þess að telja niður í það að hún myndi klárast. Það eru semi-áhrifarík atriði dreifð um hér og þar en yfir heildina er það óásættanleg niðurstaða fyrir einhvern sem vonast eftir einhverju almennilegu. Ég held að jafnvel gelgjurnar gætu endað með því að geispa, og það er sjaldnast gott merki þegar um svona mynd er að ræða.
5/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
10. desember 2010
Útgefin:
12. maí 2011