Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Flest fyrstu atriðin í myndinni voru tekin upp eftir að tökum var hætt tímabundið útaf Covid-19. Bradley Cooper notaði tímann til að losa sig við sjö kíló til að virðast yngri í upphafi kvikmyndarinnar.
Leonardo DiCaprio átti upphaflega að leika aðalhlutverkið, en hann tók það fram yfir verkefni hjá leikstjórunum Paul Thomas Anderson og Alejandro G. Iñárritu. En þegar samningar náðust ekki, þá hætti DiCaprio við og stuttu síðar var Bradley Cooper ráðinn. Kaldhæðnislega þá endaði Cooper á að taka við af DiCaprio í Licorice Pizza eftir Paul Thomas Anderson.
Myndin er ekki endurgerð Nightmare Alley frá 1947, heldur önnur útgáfa eftir sömu bók, sem skrifuð var af William Lindsay Gresham.
Þetta er sjöunda myndin þar sem Ron Perlman leikur í mynd eftir Guillermo del Toro. Pinocchio ( 2022 ) verður áttunda myndin.
Bradley Cooper lærði hnefaleika við undirbúning hlutverks síns sem Stanton Carlisle, að kröfu Guillermo del Toro. Hann vildi að ofbeldisfull fortíð Stanton sæist í líkamstjáningu Cooper.
Bradley Cooper sagði að sú ákvörðun að koma allsber fram í myndinni, þar sem hann sést alveg nakinn að framanverðu, hafi verið erfið, þar sem þetta er í fyrsta skipti sem hann gerir slíkt. Hann sagði að efniviður myndarinnar hafi krafist þess af honum. \"Ég man enn hvernig mér leið að vera nakinn í sex klukkustundir fyrir framan tökuliðið á fyrsta degi Toni Collette á tökustað,\" sagði Cooper meðal annars.
Átta leikarar og leikkonur sem tilnefnd hafa verið til Óskarsverðlauna leika í myndinni.
Bradley Cooper, Cate Blanchett, Toni Collette, Willem Dafoe, Richard Jenkins, Rooney Mara, Mary Steenburgen og David Strathairn. Cate Blanchett og Mary Steenburgen eru einu Óskarsverðlaunahafarnir. Blanchett hefur unnið tvisvar, fyrir Blue Jasmine (2014) og Aviator (2004). Steenburgen vann verðlaunin fyrir Melvin and Howard (1981).