Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Master and Commander 2003

(Master and Commander: The Far Side of the World)

Justwatch

Frumsýnd: 28. nóvember 2003

The Courage To Do The Impossible Lies In The Hearts of Men.

138 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 85% Critics
The Movies database einkunn 81
/100

Enska freigáta, the H.M.S. Surprise, er undir stjórn skipstjórans Jack Aubrey í Napóleonstríðunum í apríl 1805. Aubrey á að elta og handsama eða eyða öðru skipi, að nafni Acheron. Acheron er sem stendur á siglingu í Atlantshafinu, aðeins undan ströndum Suður - Ameríku, og stefnir á Kyrrahafið, í þeim tilgangi að víkka út hernaðarumsvið Napóleons.... Lesa meira

Enska freigáta, the H.M.S. Surprise, er undir stjórn skipstjórans Jack Aubrey í Napóleonstríðunum í apríl 1805. Aubrey á að elta og handsama eða eyða öðru skipi, að nafni Acheron. Acheron er sem stendur á siglingu í Atlantshafinu, aðeins undan ströndum Suður - Ameríku, og stefnir á Kyrrahafið, í þeim tilgangi að víkka út hernaðarumsvið Napóleons. Verkefnið verður erfitt enda kemst Aubrey fljótt að því að Acheron er stærra og hraðskreiðara skip en hans. Aubrey er hinsvegar þrjóskur og lendir upp á kant við lækninn á Surprise, Stephen Maturin, sem er einnig helsti ráðgjafi Aubrey um borð, og nánasti vinur. Eftir að hafa gengið í gegnum ýmsar þrengingar og óheppni, þá notar Aubrey að lokum vísindalega nálgun Maturin, til að leysa hið erfiða verkefni.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Virkilega flott og vel gerð kvikmynd, sem er hægt að skemmta sér konunglega yfir. Frammistaða leikaranna, leikstjórn Peter Weir, handrit, sagan: Allt smellur vel saman og mynda eina stóra heild. Mynd sem á fyllilega skilið að vera kölluð Stórmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Master and Commander: The Far Side of the World er sankallað meistaraverk og er hún besta mynd ársins 2003 á eftir The Lord of the Rings: The Return of the King. Ástralinn Peter Weir(Witness og The Truman Show) leikstýrir myndinni og fékk hann verðskuldaða óskarsverðlauna tilnefningu fyrir leikstjórn sína. Myndin gerist árið 1805 og eiga Frakkar og Englendingar í stríði. Myndin segir svo frá áhöfn breska herskipsins Surprise. Skipstjórinn, Jack Aubry (Russel Crowe), kallar ekki allt ömmu sína og þekkir skipið út og inn og veit hvað það þolir. Hann hefur fengið fyrirmæli um að elta franska herskipið Acheron uppi og stöðva það með öllum ráðum í því að breiða stríðið út. Einni gallin er að Acheron er mun stæra skip en Surprise, það hefur helmingi fleiri fallbyssur og er áhöfnin mun fjölmennari. Þegar Acheron gerir óvænta árás á Surprise og skilur það eftir stórlaskað ákveður Jack Aubry að elta skipið uppi. Nú hefst eltingarleikur út af við stönd Brasilíu og berst hann út um allt haf og jafnvel til Galapogoseyja. Þótt að þessi eltingarleikur virðist frekar ójafn lumar Jack Aubry á nokkrum brögðum sem hann áætlar að muni virka eða hvað? Master and Commander er frábær kvikmynd í alla staði. Leikurinn er ótrúlegur og á Russel Crowe stórleik sem Jack Aubry og er þetta einn besti leikur hans á ferlinum (mun betri í þessari mynd en t.d. í Gladiator). Þeir Lee Ingleby, Max Pirkis, James D'Arcy og Billy Boyd eiga allir mjög góðan leik sem og aðrir leikarar í myndinni. Það er hins vegar Paul Bettany sem stelur senunnu en hann leikur Dr. Stephen Maturin sem er læknirinn á skipinu og einnig er hann náttúrulífsfræðingur. Handritið er frábært og er synd að það skyldi ekki hljóta tilnefningu til óskarsverðlaunana. Master and Commander: The Far Side of the World var tilnefnd til 10 óskarsverðlauna og þar á meðal sem besta myndin og fyrir leikstjórn Peter Weir. Myndin hlaut þó aðeins 2 verðlaun og vöru þau fyrir kvikmyndatöku og fyrir hljóðvinnslu. Myndin sýnir með raunsægis augum hvernig lífið var á svona seglskipum og er því holt fyrir alla að sjá þessa mynd og eiga hana. Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin gerist um 1805 þegar Napóleonstríðið er að gerast. Russel Crowe (Gladiator) leikur skipstjóra sem á að finna franskt skip og sprengja það í loft upp. En frakkarnir eru harðir í horn að taka og skipsfélagarnir þurfa að leggja sig alveg fram til að drepa þessa fávita. Það sést eiginlega ekki neitt í land fyrir utan þegar þeir eru á Galapagos eyjum. Alveg góð mynd sem er frekar vel leikin en kannski ekki alveg nógu spennandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Pabbi vinar míns talaði við Russel Crowe (Jón Ársæll) og þegar ég fór á myndina með honum og vini mínum sá ég að þetta var góð mynd. Myndin fjallar um skipstjóra sem á að elta franskt skip og sprengja það. Það er ekki svo mikill söguþráður en áhöfnin stoppar á Galapagos-eyjum og læknirinn um borð finnur nýjar dýrategundir þar ásamt 9 til 11 ára stráki. Ég segi ekki meira en þessi mynd er fyrir þá sem hafa gaman af ævintýramyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sumar myndir eru einfaldlega stórkostlegar og skilja mikið eftir sig. Master and Commander er ein þessara mynda. Leikstjórinn Peter Weir (The Truman Show, Dead Poets Society) hefur með þessari mynd náð að skapa andrúmsloft sem seint verður leikið eftir. Myndin hreinlega togar mann inn í sig og áhorfandinn verður þátttakandi í söguþræðinum. Myndin gerist í upphafi 19.aldar, á tímum Napóleons. Stirðleiki var á milli stórveldanna Frakklands og Bretlans og segir myndin frá áhöfn breska skipsins Surprise. Skipstjórinn, Jack Aubry (Russel Crowe), kallar ekki allt ömmu sína og þekkir skipið út og inn og veit hvað það þolir. Hann hefur fengið fyrirmæli um að stöðva för franska skipsins Acheron með öllum ráðum. Vandinn er hins vegar sá að það skip er mun stærra og betra en Surprise. Þegar Acheron kemur Surprise á óvörum og skilur það eftir stórlaskað ákveður Jack Aubry að elta skipið uppi. Nú hefst eltingarleikur sem í upphafi virðist nokkuð ójafn en Jack Aubry lumar á nokkrum trompum sem hann telur duga, eða hvað? Master and Commander er frábærlega vel gerð kvikmynd. Jafnhliða því að sýna mikilfenglegar orrustur sýnir hún lífið um borð í skipinu sem er oft á tíðum mjög erfitt. Einangrunin fer illa í menn. Leikurinn er skotheldur enda handritið frábærlega skrifað. Kvikmynd sem óhætt er að mæla með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.06.2014

Nornin Maleficent væntanleg í kvikmyndahús

Disney-myndin Maleficent, með Angelinu Jolie og Elle Fanning í aðalhlutverkum, er væntanleg í kvikmyndahús þann 4. júní. Myndin fór beint á toppinn USA en hún opnaði í 70m dollara um helgina. Myndin er nefnd eft...

08.01.2013

Snakes on a Plane leikstjóri látinn

David R. Ellis, fyrrum áhættuleikari sem sneri sér að kvikmyndaleikstjórn, er látinn, 60 ára að aldri. Ellis er þekktur fyrir leikstjórn sína á Snakes on a Plane, og var í Suður Afríku að undirbúa nýjustu mynd ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn