Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Way Back 2010

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. mars 2011

Their escape was just the beginning

133 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 74% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Myndin hefst árið 1940 í Gúlaginu, alræmdum fangabúðum Sovétmanna í Síberíu, einu harðbýlasta landflæmi á Jörðinni, en þangað voru pólitískir fangar, liðhlaupar úr hernum og fleiri óvinir ríkisins sendir í milljónatali á fjórða og fimmta áratugnum. Hinn rússneski Valka, Pólverjinn Janusz og hinn bandaríski Mr. Smith eru meðal fanga í hrikalegum... Lesa meira

Myndin hefst árið 1940 í Gúlaginu, alræmdum fangabúðum Sovétmanna í Síberíu, einu harðbýlasta landflæmi á Jörðinni, en þangað voru pólitískir fangar, liðhlaupar úr hernum og fleiri óvinir ríkisins sendir í milljónatali á fjórða og fimmta áratugnum. Hinn rússneski Valka, Pólverjinn Janusz og hinn bandaríski Mr. Smith eru meðal fanga í hrikalegum fangabúðum árið 1942 þar sem öryggisgæslan er gífurleg, ofbeldið yfirgengilegt og líkur á dauða innan nokkurra mánaða nánast öruggar. Þeir og nokkrir fleiri fangar ákveða einn daginn að flýja og tekst það með miklum naumindum. Það reynist hins vegar aðeins byrjunin á þrautum þeirra, því eftir er yfir 6.000 kílómetra ganga til baka til hins siðmenntaða heims, og á hún eftir að reyna fyrir alvöru á þol, þor og mannleika þeirra allra. ... minna

Aðalleikarar

Endalausa labbið
The Way Back er svakalega góð og sterk mynd sem sýnir okkur það að við verðum dauð ef við löbbum í kringum eyjuna, en þeir þurfa að labba í gegnum mörg lönd án þess að sjást og þá í stríði. Þarna fáum við að sjá sögu nokkra flóttamanna að flýja úr flóttamannabúðum í seinni heimsstyrjöldinni að flýja frá Sovétríkjum. Svo loks halda þeir að stað með mat og vatn samasem ekkert það er svo lítið og þeir labba og labba og svo loks hitta þau Irena (Saoirse Ronan) sem er líka flóttakona og fylgir þeim eftir og svo skiljast leiðir nokkra á leiðinni og sumir deyja.

Það er mjög erfitt að skrifa gagnrýni um þessa mynd án þess að spoilera og gera lítið úr henni. The Way Back er kröftug og mjög fræðandi mynd um stórt ævintýri nokkra manna sem eru að taka stærstu áskorun í lífi þerra. Ed Harris fer á kostum sem Mr. Smith og þar er hann þokkafullur og frekar þrjóskur maður sem er að flýja úr einu mesta hættusvæði veraldar árið 1940.
Þeir þurfa að labba og labba út um mörg lönd og fá mat, vatn og góða fætur til að geta labbað þessa vegalengd. Það þarf mjög góða og stóra heppni og gott þol til að lifa þessi ósköp af. Colin Farrell er kröftugur glæpon (Valka) sem tekur það fram að Stalin og Vladimir Lenín séu góðir gæjar. Þegar hann er búinn að vera hann sjálfur og er að glæpast eitthvað í flóttamannabúðunum þá fellur hann inn í þennan hóp sem ætlar að koma sér þaðan lifandi með smá mat og vatn. Mark Strong tekur að sér smá hlutverk í þessum flóttamannabúðum og hann kemur þessu í grófu máli á stað að flýja þaðan en hann fellur ekki með vegna veðursins.


Peter Weir er þekktastur fyrir leikstjórnina sína úr The Truman Show, Master and Commander, Witness og svo The Way Back. Á alla kanta er The Way Back allra besta myndin sem Peter hefur gert. Handritið mætti vera betur skrifað en þetta sleppur alveg því að samræðurnar voru ekki alveg nógugóðar en þetta sleppur alveg. Í þessar 133 min byrja samt svoldið lengi en ekki samt of lengi. Hún er samt fljót að koma sér að efninu mætti stytta hana um c.a. 10 - 15 min þá væru allir sáttir.

Einkunn: 7/10 - "Fræðandi, sterk, frábær mynd en mætti stytta hana um svona 10 - 15 min, svoldið langdregin en já hún er þess virði að sjá hana"
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn