Náðu í appið
Öllum leyfð

The Truman Show 1998

Frumsýnd: 23. október 1998

The World is Watching

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 90
/100
Tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna. Ed Harris fyrir bestan leik í aukahlutverki, Peter Weir fyrir leikstjórn og Andrew Niccol fyrir besta frumsamda handrit.

Truman lifir lífi sem er í raun blekking. Hann býr í risavöxnu myndveri þar sem faldar myndavélar eru við hvert fótmál. Allir vinir hans og fólkið í kringum hann eru í raun leikarar, sem leika í vinsælasta sjónvarpsþætti í heimi; The Truman Show. Truman heldur sjálfur að hann sé bara venjulegur maður sem lifir venjulegu lífi, og hefur ekki hugmynd um að... Lesa meira

Truman lifir lífi sem er í raun blekking. Hann býr í risavöxnu myndveri þar sem faldar myndavélar eru við hvert fótmál. Allir vinir hans og fólkið í kringum hann eru í raun leikarar, sem leika í vinsælasta sjónvarpsþætti í heimi; The Truman Show. Truman heldur sjálfur að hann sé bara venjulegur maður sem lifir venjulegu lífi, og hefur ekki hugmynd um að verið sé að nota hann. Þar til einn dag að þá fer hann að gruna að ekki sé allt með feldu. En hvernig bregst hann við? ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Óhugnanleg tilhugsun (SPOILER!)
Það er varla hægt að komast hjá því að sjá Truman Show hún er með frábærum leikara (að mínu mati), með frumlegan söguþráð og er almennt frábær mynd! Líf Truman er fyriráætlað og er búið að vera það frá byrjun, líf hans er sjónvarpsþáttur og þrátt fyrir að vera þrítugur er hann ekki ennþá búin að átta sig á því, smám saman áttar hann sig á því og reynir að flýja þennan heim sinn. Þessi mynd lætur mann virkilega horfa í kringum sig og flestir sem ég þekki segja að eftir að hafa horft á hana í fyrsta sinn fóru þau að efast um umhverfi sitt og líta í kringum sig og halda að líf þeirra væri sjónvarpsþáttur. Þessi mynd er áhugaverð og frumleg á annan hátt en venjulegar myndir, hún er ein af bestu og áhrifamestu myndum sem ég hef séð. Ég mæli með henni fyrir alla sönnu Jim Carrey aðdáendur!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Frábær mynd sem gleymist seint, ef ekki aldrei. Mjög vel leikin og frábært handrit ásamt klippingi.

Án efa ein af bestu myndum sem Jim Carrey hefur leikið í.



Myndin sjálf fjallar um mann að nafni Truman (Jim Carrey) sem er sjónvarps stjarna, en hann veit það ekki sjálfur.

Fylgst hefur verið með honum frá fæðingu og er ekki sála á jörðinni sem veit ekki hver hann er. En einn daginn gerist atburður sem breytir lífi Trumans og fer hann að efast um að tilvist sín sé sönn.



Þetta meistaraverk er án efa skyldueign allra kvikmyndar áhugamanna, sem og 'venjulega' áhorfenda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er að mínu mati næstbesta mynd með Jim Carrey, Eternal Sunshine Of The Spotless Mind er langbesta mynd með Jim Carrey í aðalhlutverki að mínu mati. Þetta er nú eiginlega ekki grínmynd, ég bjóst við grínmynd með honum Carrey, hann er líka þekktastur fyrir grínleik sinn. En þetta er Drama alla myndina, það eru nokkrir brandarar í þessari mynd inn á milli en ef við tökum þá í burtu þá er þetta bara Dramamynd.Ég hef tekið eftir þvi að hann Jim Carrey leikur oftast menn sem heita skrýtnu nafni. Eins og í Dumb And Dumber þá heitir persónan sem hann leikur Lloyd Christmas, í The Mask heitir hann Stanley Ipkiss og í Me Myself and Irene heitir hann Charlie Baileygates svo í þessari mynd Truman Burbank. Þessi mynd fjalllar um mann að nafni Truman Burbank sem var valinn þegar hann fæddist til þess að vera sjónvarpsstjarna. Þannig að heimilið hans og bærinn sem hann bjó í var bara inn í stærsta stúdíói heims, allir sem áttu heima í bænum voru leikarar og líka sem hann hélt að væri fjölskylda hans voru leikarar. Smám saman fer hann að gruna eitthvað eftir að ljóskastari datt bara niður úr himninum og þegar hann sá að bakvið vegginn á lyftunni var kaffistofa þar sem aukaleikararnir fengu hlé. Þá ætla ég ekki að seigja meira um þessa mynd svo ég spilli ekki fyrir þeim sem hafa ekki séð hana. Ég ætla að enda þessa umfjöllun á því að segja In Case I Won't See You Good Day, Good Afternoon and Good night.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég held að allir verði að viðurkenna að þetta er snilldar mynd og Jim sýnir snilldar leik, það eina sem fór í taugarnar á mér var það að maður vorkennir Truman alltof mikið en engu að síður er niðurstaðan algjör snilld sem enginn má missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ein af góðu myndunum með Carrey. Þegar ég byrjaði að horfa á þessa mynd hélt ég að hún yrði ömurlega leiðinleg en svo varð hún ein besta mynd sem ég hef séð. Ég mæli með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn