Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einhver mesta snilldarmynd allra tíma. Þessi mynd er byggð á bók eftir snillinginn og einn besta rithöfund allra tíma J.R.R. Tolkien. Það er Peter Jackson sem færir þessa snilldarbók yfir á hvíta tjaldið og tekst það nú bara frábærlega. Þetta er hans útgáfa á Hringadróttinssögu og er hún bara góð en nóg um það.


Þessi mynd fjallar um hobbitann Frodo Baggins (Elijah Wood) sem er frændi Bilbó Baggins (Ian Holm). Bilbó á hring sem er í raun og veru Máttarbaugurinn sem Sauron (Sala Baker) bjó til en Sauron týnir hringnum í bardaga á milli ríki hans og bandalagi Manna og Álfa þegar Ísildur(Harry Sinclair) heggur puttann af Sauroni og eyðist þá Sauron en andi hans lifir hann. Ísildur fékk eitt tækifæri á að eyða hringnum en gerði það ekki og varð það hans bani þegar hópur Orka ræðst á hann. Týnist hringurinn og finnur hann Gollum (Andy Serkis) og heltekur hringurinn hann í 500 ár. En þegar Gollum týnir hringnum finnur Bilbó hringinn og er með hann í mörg ár. Sagan byrjar þegar Bilbó er að halda upp á 111 ára afmæli sitt og segir hann þá í ræðu sinni að hann ætli að fara frá Héraði til að ljúka við sögu sína og lætur hann Fróða hringinn eftir sig. Gandalfur(Ian McKellen) fattar síðan þegar Bilbó er farinn hvaða hringur þetta er og lætur Fróða fara í ferð með hringinn ásamt Sóma (Sean Astin), Pípni (Billy Boyd) og Káti (Dominic Monaghan).


Þeir hitta Aragorn(Viggo Mortensen) á fáknum fjöruga og slæst hann í för með þeim til Rofadals þar sem Föruneytið er myndað. Í föruneytinu eru ásamt Gandalfi, Aragorn, Fróða, Sóma, Pípni og Kátni þeir Gimli(John Rhys-Davies), Legolas(Orlando Bloom) og Boromír(Sean Bean) þeirra för er að eyða hringnum í Dómsdyngju sem er í hinu myrka landi Mordor þar sem hringurinn var smíðaður. Á eftir þeim eru Svöru riddararnir eða Nasgúlarnir. Þeir fara í gegnum Moría vegna þess þeir geta ekki farið yfir fjallið vegna þess að Sarúman hinn hvíti(Cristopher Lee) býr til storm svo þeir verða að snúa við og fara í gegnum Moría. Á leið sinni í Moría hitta þeir helliströll og drísla og vekja upp Balrogginn. Þegar þeir eru að flýja yfir brúna í Kasað-dúm lendir Gandalf í hremmingum við Balrogginn og dettur þar niður með Balroggnum. Þeir halda leið sinni áfram og í kjölfarið deyr Boromír þegar hann var að reyna að vernda Pípinn og Kát. Sómi og Fróði verða viðskila við föruneytið og Pípinn og Kátur teknir af Úrúk-Hai og þeir Aragorn, Legolas og Gimli ferð sinni áfram til að reyna að bjarga Pípni og Kát og finna Fróða og Sóma aftur.


Þessi mynd var algjör gullmoli og fannst mér Peter Jackson leikstýra þessari mynd alveg frábærlega. Elijah Wood lék frábærlega og einnig léku Viggo Morentensen, Ian McKellen og Christopher Lee frábærlega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei