Mýrin er einfaldlega, besta íslenska kvikmynd sem sýnd hefur verið í kvikmyndahúsum á Íslandi hingað til að mínu mati. Ágætis tilbreyting frá vanalegu tilgangslausu drama og kjaftæðis-klisjuni sem einkennir meirihlutan af íslenskum myndum. Mýrin er ÍSLENSK spennu/glæpa/dramamynd og það skín í gegn. Það er engin tilraun gerð til að apa eftir amerískum myndum (ég hafði augað með klisjum og þær eru hrikalega minniháttar) sem ég hafði einmitt áhyggjur af þegar ég heyrði að það ætti að fara að kvikmynda uppáhalds bókina mína. Andrúmsloftið er grátt, kalt og túlkar höfuðborgarsvæðið að hausti eins og það er í raunvöruleikanum. Karakterarnir eru fólk sem vel á sér spegilmyndir á raunvörulegu íslandi og söguþráðurinn túlkaðist vel úr bókinni og er snjall og trúverðugur.
Leikaravalið er alger snilld og þá sérstaklega Ingvar sem er fæddur í hlutverk Erlends. Ég er lítið hrifinn af Ágústu Evu eftir öll fáránlegheitin í hringum Silvíu Nótt en hún stendur sig hörkuvel í hlutverki Evu Lindar. Björn Hlynur í hlutverki Sigurðs Óla er nokkuð sem margir myndu kalla the comic relief en hann gerir það á gýfurlega náttúrulegan og óklisjulegan hátt, og er alveg drepfyndinn. Ólafía Hrönn var sæt og trúverðug sem Elínborg og var óþæginlega lítið í myndinni. Einnig voru brellurnar, kvikmyndunin, hljóðið, leikmunir (þar á meðal líkin) í toppklassa. Þannig að það er von í íslenska kvikmyndageiranum fyrir okkur sem fíla glæpa og spennumyndir, einmitt þegar ég hélt að öll von væri úti:)
Mæli með að þið fórnið 1200 kalli á þessa í bíó!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei