Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Mýrin 2006

(Jar City)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 20. október 2006

93 MÍNÍslenska
Rotten tomatoes einkunn 95% Critics
The Movies database einkunn 75
/100

Mýrin er byggð á samnefndri metsölubók Arnaldar Indriðasonar. Rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur er kallaður á vettvang glæps í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Við fyrstu sýn virðist sem um sé að ræða tilhæfulausa árás á roskinn ógæfumann, en ekki er allt sem sýnist. Annars staðar í bænum er örvæntingarfullur faðir að reyna að komast til botns... Lesa meira

Mýrin er byggð á samnefndri metsölubók Arnaldar Indriðasonar. Rannsóknarlögreglumaðurinn Erlendur er kallaður á vettvang glæps í kjallaraíbúð í Norðurmýrinni. Við fyrstu sýn virðist sem um sé að ræða tilhæfulausa árás á roskinn ógæfumann, en ekki er allt sem sýnist. Annars staðar í bænum er örvæntingarfullur faðir að reyna að komast til botns í því hvað það var sem dró unga dóttur hans til dauða.... minna

Aðalleikarar


Mýrin er fjórða myndin sem Baltasar Kormákur hefur leikstýrt en hún er unnin eftir bók sem spennusögu höfundurinn Arnaldur Indriðason skrifaði.

Mér þótti myndin nokkuð góð en þó alls ekki besta myndin hans Baltasars, Hafið og 101 Reykjavík þótti mér betri. Myndin var nokkuð hrá og grá en það er eitthvað sem hefur einkennt myndirnar hans og eiginlega flest allar íslenskar myndir. Leikaravalið var mjög gott og stóðu flestir sig mjög vel þó að Atli Rafn bar af og jú einnig er vert að nefna Theódór Júlíusson sem var óaðfinnanlegur sem Elliði.

Mýrin er fyndin, spennandi og fínasta afþreying en ekkert meira en það. Hún hefur engin áhrif á mann og eftir 2 vikur er maður nokkuð mikið búin að gleyma henni. Myndin er mjög góð á Íslenskum mælikvarða en ef maður miðar hana við myndir eins og Forrest Gump,The Shawshank Redemption og fleirri meistaraverk(fjórar stjörnur ef ekki meira) þá finnst mér réttlátt að gefa henni tvær og hálfa störnu en þar sem hún er íslensk bæti ég hálfri við.

Vert er að nefna að Mýrin fékk edduverðlaunin á Eddunni 2006 sem besta myndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mýrin er byggð á fyrstu sögu Arnalds Indriðason, sem er búinn að setja sig í flokk bestu rithöfunda spennusagna sem okkar þjóð hefur eignast. En hvað varðar túlkun Baltasars á bókinni, verð ég að segja að hún sé smá vonbrigði. En hún er samt ekki léleg mynd. Hún hefur flotta kvikmyndatöku, er vel leikin, persónusköpun er fín og fær maður verulega samúð með þeim manni sem missti littlu telpuna. En mér fannst vanta mun meiri spennu í myndina. Hún náði aldrei að gera mig spenntan yfir atburðinum, og nær ekki að skapa sömu stemningu og bækurnar gera. Þannig ég get ekki gefið henni meir en 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd mjög góð, og vel leikin, tækmibrellurnar eru vel gerðar og tónlistin mjög góð. Ingvar E Sigurðsson er að mínu mati einn af okkar betri leikurum í dag og hann fer vel með hlutverk Erlendar, svo fannst mér Theódór Júlíusson mjög góður í hlutverki Elliða

myndin er frábær skemmtun
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mýrin er einfaldlega, besta íslenska kvikmynd sem sýnd hefur verið í kvikmyndahúsum á Íslandi hingað til að mínu mati. Ágætis tilbreyting frá vanalegu tilgangslausu drama og kjaftæðis-klisjuni sem einkennir meirihlutan af íslenskum myndum. Mýrin er ÍSLENSK spennu/glæpa/dramamynd og það skín í gegn. Það er engin tilraun gerð til að apa eftir amerískum myndum (ég hafði augað með klisjum og þær eru hrikalega minniháttar) sem ég hafði einmitt áhyggjur af þegar ég heyrði að það ætti að fara að kvikmynda uppáhalds bókina mína. Andrúmsloftið er grátt, kalt og túlkar höfuðborgarsvæðið að hausti eins og það er í raunvöruleikanum. Karakterarnir eru fólk sem vel á sér spegilmyndir á raunvörulegu íslandi og söguþráðurinn túlkaðist vel úr bókinni og er snjall og trúverðugur.


Leikaravalið er alger snilld og þá sérstaklega Ingvar sem er fæddur í hlutverk Erlends. Ég er lítið hrifinn af Ágústu Evu eftir öll fáránlegheitin í hringum Silvíu Nótt en hún stendur sig hörkuvel í hlutverki Evu Lindar. Björn Hlynur í hlutverki Sigurðs Óla er nokkuð sem margir myndu kalla the comic relief en hann gerir það á gýfurlega náttúrulegan og óklisjulegan hátt, og er alveg drepfyndinn. Ólafía Hrönn var sæt og trúverðug sem Elínborg og var óþæginlega lítið í myndinni. Einnig voru brellurnar, kvikmyndunin, hljóðið, leikmunir (þar á meðal líkin) í toppklassa. Þannig að það er von í íslenska kvikmyndageiranum fyrir okkur sem fíla glæpa og spennumyndir, einmitt þegar ég hélt að öll von væri úti:)


Mæli með að þið fórnið 1200 kalli á þessa í bíó!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd ,var ekki búin að lesa bókina og gerði mér því enga væntingar.Hún var stór góð.Fannst allir leikarar góðir flott handrit og leikmynd góð.Ætla ekkert að segja sérstkalega frá myndini en mæli með að fólk fari á hana
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.02.2023

Vissi strax að Napóleonsskjölin væru efni í góða bíómynd

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, varð fyrstur til að segja Óskari Þór Axelssyni leikstjóra kvikmyndarinnar Napóleonsskjalanna að Arnaldur Indriðason, höfundur bókarinnar sem myndin er byggð á, væri mjög ánæg...

23.08.2022

Beast - Stundum er það alvöru skrímsli sem býr til skrjáfið

Idris Elba fer fyrir einvalaliði leikara í þessum æsispennandi trylli um föður sem, ásamt tveimurdætrum sínum á táningsaldri, lendir á flótta undan gríðarlega stóru ljóni sem virðist staðráðið íþví að sanna...

25.10.2021

Tekjuhæsta mynd allra tíma

Nýja íslenska grínhasarmyndin Leynilögga, í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, er tekjuhæsta íslenska kvikmynd sögunnar á frumsýningarhelgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum, en myndin var frums...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn