Náðu í appið
Mávahlátur
Öllum leyfð

Mávahlátur 2001

(The Seagull's Laughter)

Frumsýnd: 20. október 2001

102 MÍNÍslenska
Rotten tomatoes einkunn 84% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 65
/100

Freyja snýr aftur eftir búsetu í Ameríku og leitar á náðir frænku sinnar. Henni er tekið opnum örmum í litla húsinu við Sunnugötu, jafnvel þótt sjö koffort full af ballkjólum og glingri fylgi með. Ein er þó ekki ánægð með þessa viðbót á heimilið sem þegar er yfirfullt af kvennfólki. Það er hin 11 ára Agga sem grunar Freyju um græsku frá fyrsta... Lesa meira

Freyja snýr aftur eftir búsetu í Ameríku og leitar á náðir frænku sinnar. Henni er tekið opnum örmum í litla húsinu við Sunnugötu, jafnvel þótt sjö koffort full af ballkjólum og glingri fylgi með. Ein er þó ekki ánægð með þessa viðbót á heimilið sem þegar er yfirfullt af kvennfólki. Það er hin 11 ára Agga sem grunar Freyju um græsku frá fyrsta augnabliki og fylgist grannt með gerðum hennar. Agga á sér vin, lögregluþjóninn Magnús og honum trúir hún fyrir grunsemdum sínum um frænkuna sem dansar með álfum og myrðir karlmenn ef henni sýnist svo. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Þegar ég fór á mávahlátur vissi ég ekkert um myndina eða bókina og kom myndin mér á óvart, hún var miklu betri en ég hélt. Hún lækkar samt um hálfa stjörnu út af útlenska gaurnum sem lék Björn Theódór, en þeir fengu víst einhvern styrk frá Þýskalandi með því skilyrði að þeir hefðu einn þýskan leikara í myndinni, sem kom vægast sagt illa út, þetta var t. d. ekkert smá asnalegt í atriðinu þegar hann var að öskra eitthvað, það passaði bara engan veginn saman. En fyrir utan þennan galla er þetta einstaklega góð og vönduð mynd sem ég skora á alla til að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mávahlátur er hin besta skemtun sem ég mæli endregið með. Það eru samt nokkur atriði sem mig langar að nefna sem kosti og galla þessarar myndar. Í fyrsta lagi er þetta saga sem er sveipuð ákveðinni dulúð og heldur það athygli áhorfandans á myndinni allan tímann. Flest allir leikarar skila sínum hlutverkum vel. Þeir sem heilluðu mig mest með leik sínum voru Ugla, Hilmir Snær og Sigurveig Jónsdóttir. Unun var að horfa á atriðin með Uglu og Hilmi Snæ þar sem þau léku á móti hvort öðru. Það eru í raun fáir gallar á þessari mynd en einn galli er þó sýnu stærstur. Þýskur maður að nafni Heino Ferch leikur stórt hlutverk í myndinni og kemur það vægast sagt hörmulega út. Vegna þess að það er íslendingur sem talar inn á myndina fyrir hann og þetta passar bara alls ekki saman. Þetta er stórt lýti annars góðri mynd. Það eru margir íslenskir leikarar sem hefðu getað leikið þetta hlutverk vel. Flest annað í Mávahlátri lukkast vel og hvet ég fólk til að fara að sjá þessa mynd því sjón er sögu ríkari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér er hún komin, enn ein perlan í íslenskri kvikmyndagerð. Mávahlátur er stórgóð mynd sem að allir ættu að sjá. Myndin er full af skemmtilegum og litríkum persónum. Miðdepill myndarinnar er Agga sem er snilldarvel leikin af Uglu Egilsdóttur. Við sjáum bæjarlífið með hennar augum. Söguþráðurinn er í raun einfaldur en myndin byrjar á því að Freyja (sem leikin er af Margréti Vilhjálmsdóttur) kemur heim frá Ameríku og þá fer í rauninni allt á annan endann. Við fylgjumst með því þegar karlpeningurinn rennir hýru auga til hennar og ástir og átök koma mikið við sögu. Pottþétt mynd en það eina sem fór í taugarnar á mér og dregur myndina niður um 1/2 stjörnu er það að það var útlendingur sem lék hlutverk Björns Theódórs og það var talað inn á fyrir hann. Hvers vegna var ekki fengin íslenskur leikari til að leika hann, mér er spurn? Að öðru leyti, frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn