Náðu í appið

Ófeigur gengur aftur 2013

(Spooks and Spirits)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. mars 2013

Það getur verið erfitt að búa með pabba. Ekki síst þegar hann er látinn.

Íslenska

Ófeigur er nýlátinn en andi hans neitar að halda yfir móðuna miklu og heldur til í sínu gamla húsi þar sem þau Anna og Ingi búa núna. Þar fylgist hann með öllu og er óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar Anna og Ingi ráðgera að selja húsið bregst Ófeigur ókvæða við þannig að Ingi ákveður að leita ráða í gamalli galdrabók... Lesa meira

Ófeigur er nýlátinn en andi hans neitar að halda yfir móðuna miklu og heldur til í sínu gamla húsi þar sem þau Anna og Ingi búa núna. Þar fylgist hann með öllu og er óhræddur við að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar Anna og Ingi ráðgera að selja húsið bregst Ófeigur ókvæða við þannig að Ingi ákveður að leita ráða í gamalli galdrabók til að losna við hann fyrir fullt og allt. Þær áætlanir bregðast hins vegar þegar tilraunir til að særa Ófeig út úr húsinu hafa þveröfug áhrif og vekja þess í stað upp nýjan draug, fyrrverandi unnustu Ófeigs sem óhætt er að segja að sé smáklikkuð í ofanálag. Við komu hennar magnast reimleikarnir í húsinu um allan helming. Þegar Ófeigur ber sig til við að beita valdi til að varpa konu með miðilsgáfu út úr húsinu verður ljóst að nú duga ekki lengur nein vettlingatök ... ... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn