Aðalleikarar
Leikstjórn
Ég sá kaldaljós með engar vonir en mér fannst nú heldur betur rætast úr þessu. Ég meina eikkurja hluta vegna er alltaf eikkur geðveiki og þunlyndi í öllum íslenskum bío mndum og fannst mér þessi koma bara sekmmtilega á óvart ég meina váá. Án efa besta íslenska myndin sem hefur komið út síðustu 5 árin.
Strákur á heima í sveit með fjölskyldu sinni nema pabbi hans er á sjó. Þau eiga nágranna sem þau telja fyst vera norn eða álfkonu. En þau prófa að heimsækja hana og þá kemur í ljós að hún er einskonar spákona sem getur séð fram í tímann. Hún mælir við drenginn:Þú hefur góða sjón. Hún sýnir honum sýn sem kom í augu hans, það er fjölskylda hans í kyrkju. Þá skilur hann eitt og ég vil ekki vera spoiler svo ég segi það ekki. Þegar hann vex úr grasi gengur hann í myndlistarskóla því hann var teiknari sem drengur. Þar kynnist hann konu sem eignast með honum barn seinna. Eftir gengur ekki samband þeirra upp. Þá fer hann aftur með gömlum vini sínum að skoða staðinn sem hann átti heima þegar hann var lítill. Þar tekur hann sér verk,að mála tanka. Hann hringir svo í konuna með barnið sitt og biður um að fá að koma aftur.
Til að byrja með ætla ég að segja að ég hef aldrei lesið bókina og ég veit þess vegna ekki hvernig hún gæti hafa haft áhrif á myndina en hvernig sem því líður fannst mér þetta allt í allt mjög góð mynd. Leikararnir standa sig flestir vel, ef ekki frábærlega og svo er það skemmtilegur effect sem ég segi nú ekki meira frá. Hérna er fléttað saman fortíðinni og framtíðinni og virkar það bara vel. Hilmar Oddson hefur víst verið með hugmyndina í kollinum alveg síðan bókin kom út en ekki náð takmarkinu fyrr en nú. Sviðsmyndirnar eru flottar og allt mjög vandað. Hljóðblöndunin er ágæt þó að mér finnist vanta upp á hana í íslenskum myndum almennt (ég er ekki að gagnrýna neinn, ég hef ekki hugmynd um hvað kostar að gera hljóðrás en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, ekki satt?). Grímur upplifði miklar hörmungar þegar hann var bara 12 til 13 ára þegar snjóflóð skall á húsi forldra hans. Eins og gefur að skilja miðast öll myndin við þennan atburð, það er, fyrir og eftir flóðið. Klippingin er frábær, það besta sem ég hef séð í íslenskri mynd og þótt víðar væri leitað. Frábær mynd sem ég vona að sem flestir kíki á.
Myndin er alveg þokkaleg, vel gerð, en því miður ansi þung og drungaleg eins og títt er um íslenskar myndir. Ég veit ekki hvort Íslendingar eru að reyna að skapa sér sérstöðu í alþjóðaheimi kvikmyndanna með því að framleiða nánast eingöngu þungar kvikmyndir. Mér finnst skrítið að lesa kvikmyndagagnrýni Alfreðs Jóhanns Stefánssonar sem skrifaði 15. janúar sl. Hann rekur allan söguþráðinn í umfjöllun sinni, en ég hélt einhvern megin að það væri ekki æskilegt fyrir þá sem eiga eftir að sjá myndina. Talað er um að orðalagi sem innihaldi stór atriði úr söguþræðinum sem spilli mikið fyrir þeim sem ekki hafa séð myndina (spoilers) verði undantekningarlaust eytt. Þetta er greinilega undantekning sem umsjónarmenn síðunnar hafa látið fram hjá sér fara.
Vel leikin dáldið sorgleg og ég varð að gnýsta tönnum flest alla myndina .Sagan segjir frá ungum næmum dreng Með góða sjón hann býr í sveit og pabbi hans vinnur úti á sjó. hann er teiknari og teiknar skrýtna og athugaverða hluti sem hann skynjar. Seinna þegar hann er orðinn follorðin fer hann í bæinn í teikniskóla og hittir þar konu sem eignast barn með honum. Þegar þeu eru búinn að vera saman lengi eru þau sammála að það gengur ekki upp hjá þeim .Þá fer hann aftur suður að hitta alla þar og málar þar eithverja tanka. Síðan hringir hann í hana og þá er kominn endir á þetta. Þessa eiga feðgar eða mæðgur að sjá.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Hilmar Oddsson, Freyr Þormóðsson, Vigdís Grímsdóttir
Framleiðandi
Íslenska kvikmyndasamsteypan
Frumsýnd á Íslandi:
1. janúar 2004