Til að byrja með ætla ég að segja að ég hef aldrei lesið bókina og ég veit þess vegna ekki hvernig hún gæti hafa haft áhrif á myndina en hvernig sem því líður fannst mér þetta allt í allt mjög góð mynd. Leikararnir standa sig flestir vel, ef ekki frábærlega og svo er það skemmtilegur effect sem ég segi nú ekki meira frá. Hérna er fléttað saman fortíðinni og framtíðinni og virkar það bara vel. Hilmar Oddson hefur víst verið með hugmyndina í kollinum alveg síðan bókin kom út en ekki náð takmarkinu fyrr en nú. Sviðsmyndirnar eru flottar og allt mjög vandað. Hljóðblöndunin er ágæt þó að mér finnist vanta upp á hana í íslenskum myndum almennt (ég er ekki að gagnrýna neinn, ég hef ekki hugmynd um hvað kostar að gera hljóðrás en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, ekki satt?). Grímur upplifði miklar hörmungar þegar hann var bara 12 til 13 ára þegar snjóflóð skall á húsi forldra hans. Eins og gefur að skilja miðast öll myndin við þennan atburð, það er, fyrir og eftir flóðið. Klippingin er frábær, það besta sem ég hef séð í íslenskri mynd og þótt víðar væri leitað. Frábær mynd sem ég vona að sem flestir kíki á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei