Gagnrýni eftir:
The Day After Tomorrow0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég sá þessa mynd fyrst fyrir um það bil 1 og hálfri viku, þegar hún kom út á DVD, þá keypti ég hana. Ég hef alltaf verið soldið veikur fyrir Disaster myndum, og er greinilega einn af fáum sem finnst myndir Rolands Emmerichs góðar. Ég hef lesið hræðilega dóma um Godzilla og Independence Day, en er harðlega á móti þeim! En, það eina sem mér finnst vera leiðinlegt við þessar hamfaramyndir er, að þær gerast alltaf í stærstu borgum USA.. Mér finnst nú að það mætti nú alveg sýna hvernig Ísland lenti í þessum hamförum, eða París og London. En mér finnst þessi mynd mjög góð, og hef mjög gaman af því að horfa á hana.
Kaldaljós0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Góð mynd, og gott handrit. En hún er aðeins meira fyrir fullorðna en yngri kynslóðina. Og söguþráðurinn mjög góður... Byggður á sönnum atburði! (Sem gerðist í heimabæ mínum [Seyðisfirði] fyrir 100 árum) En það var bara flýtt fyrir, um 70 ár. Ps. Bara langar svo að benda á það að ég leik í myndinni, (SPOILERAR...SMá) Ég er í hafnar atriðinu, þar sem konan öskrar því að maðurinn hennar er dáinn...

