Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Leikstjórinn segir í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin hafi kviknað árið 1994 þegar hann og Þröstur Leó sátu og spjölluðu á meðan beðið var eftir tökum í Tár úr steini, sem er einnig eftir Hilmar. \"Þröstur fór að segja mér frá sérkennilegum karakterum í Arnarfirði og þá varð til saga í kollinum á mér; innblásin af þessum sögum.\"
Þetta er í þriðja sinn sem Þröstur Leó leikur aðalhlutverk í mynd eftir Hilmar.
Þriðji aðalleikari myndarinnar, hundurinn Dreki, leikur Brésneff, sem heitir í
höfuðið á þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna.
Hundurinn var valinn úr hópi þriggja hunda. „Þessi var feiminn og með lítið hjarta en
horfði alltaf á þann sem var að tala. Hann fylgdist vel með og gerði allt sem honum var
sagt, þannig að hann var bara ráðinn á staðnum,\" segir Hilmar við Morgunblaðið.