Á ferð með mömmu
2022
(Driving Mum)
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Væntanleg í bíó: 17. febrúar 2023
112 MÍNÍslenska
Hlaut aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndaverðlaunanna PÖFF í Tallinn.
Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt síðasta.