Náðu í appið
Öllum leyfð

Desember 2009

(Hátíð í bæ, December)

Frumsýnd: 6. nóvember 2009

Íslenska

Aðalsöguhetjan Jonni (Tómas Lemarquis), hefur verið búsettur í Argentínu síðastliðin ár, er á heimleið til halda jól og taka upp plötu með gömlum félögum sínum. Hann vonast til að ná ástum söngkonunnar Ástu (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir) á ný, en þeirra samband varð endasleppt þegar hann fór út í heim að finna sjálfan sig. Við fylgjumst... Lesa meira

Aðalsöguhetjan Jonni (Tómas Lemarquis), hefur verið búsettur í Argentínu síðastliðin ár, er á heimleið til halda jól og taka upp plötu með gömlum félögum sínum. Hann vonast til að ná ástum söngkonunnar Ástu (Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir) á ný, en þeirra samband varð endasleppt þegar hann fór út í heim að finna sjálfan sig. Við fylgjumst með Jonna takast á við erfiðar aðstæður, kljást við ástina og hvernig fjölskyldunni tekst að halda gleðileg jól þrátt fyrir allt. ... minna

Aðalleikarar


Ég hef eiginlega ekkert slæmt um þessa mynd að segja. Ágætis ræma, en samt ekkert neitt svakalega eftirminnileg. Ég tengdist aðalpersónunum ekkert svakalega, nema pabbanum kannski. Manni var farið að þykja mjög vænt um hann. Sagan var mjög skýr og vel að henni staðið, nægilegt upplýsingaflæði án þess að manni liði eins og það sé verið að mata mann. Þessi mynd er að mörgu leiti mjög svipuð þeim myndum sem Hilmar Oddsson hefur gert, gæðalega séð. Mér fannst samt eins og það vanti eitthvað, eitthvað sem kæmi manni virkilega að óvart, en í staðin þá mallaði hún bara svona. En hún var samt mjög góð fyrir það sem hún reyndi að vera.

Eitt komment í viðbót sem tengist ekki beint myndinni, leit plakatið ekki út eins og þetta væri sumarmynd, samt var alltaf dimmt í myndinni, enda desember. Og titillinn, Desember, mér fannst Hátíð í bæ betri titill. Veit eitthver afhverju honum var breytt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dæmigert en notalegt fjölskyldudrama
Það er pirrandi hvað íslenskar kvikmyndir eru oft tilgerðarlegar, ófyndnar, óspennandi og yfirleitt lausar við sjarma. Desember er ekki þannig mynd, sem er undarlegt því þetta er eiginlega "týpísk íslensk mynd" að öllu leyti (fjölskyldudrama - erfiðleikar - Breiðholtið). Ég held að það sé ekki eitt stykki atriði í henni sem maður hefur ekki séð einhvers staðar áður. Hún meira að segja sækir í nokkrar rómantískar klisjur að hætti Ameríkana og það eitt ætti að segja að segja til um ferskleikann sem hér er að finna. Aftur á móti, það sem bjargar metnaðarfullu heildinni er virkilega traust samspil leikara, trúverðugt og grátbroslegt handrit sem ber virðingu fyrir helstu persónum og mikilvægur boðskapur, sem er alveg möst að hafa þegar um dramatíska jólamynd er að ræða. Það þýðir náttúrulega ekki að hafa hátíð í bæ þar sem allir eru í fýlu án þess að læra eitthvað.

Það tók mig smátíma að komast inn í söguna því myndin er frekar óáhugaverð fyrstu mínúturnar og tekur smá tíma fyrir hana að komast á gott skrið. Samtölin máttu líka vera aðeins betur pússuð á sumum stöðum, og sérstaklega í byrjunarsenunum þar sem reynt er að matreiða upplýsingar um allt og alla (kallast "exposition" á ensku) ofan í áhorfandann svo hann viti strax allt þetta helsta. Ég varð samt fljótt heillaður af leikurunum, þá aðallega nafna mínum Tómasi Lemarquis. Hann er geysilega hæfileikaríkur maður sem gerir heilmikið við sinn karakter hérna. Það er erfitt að líka ekki við hann og þrátt fyrir hefðbundið sett af göllum styður maður hann út alla myndina. Hún Lay Low er líka óttalegt krútt og stendur sig líka nokkuð vel þótt hún fái mesta hrósið fyrir röddina sína.

Laufey Elíasdóttir fer vel með erfitt hlutverk þótt manni langi til að slá hana fast utanundir á sumum stöðum. Ég er einmitt alfarið á móti ofbeldi gegn konum, en það sem persóna hennar gerir gagnvart börnum sínum er hrein og bein mannvonska. Greinilegt merki um að ég hafi náð að lifa mig svolítið inn í myndina. Unnur Birna Jónsdóttir (litla stelpan, ekki fegurðardrottningin sem kann ekki að leika) stóð sig eins og lítil hetja sem dóttir Laufeyjar. Línurnar hennar voru miklu meira sannfærandi heldur en hjá stráknum sem lék bróður hennar. Stefán Hallur vex annars stöðugt í áliti hjá mér og fannst mér hann virkilega skemmtilegur, þó svo að persóna hans hafi verið heldur illa skrifuð og... dæmigerð. Ég hef þó sjaldan séð íslenskan leikara gera eins góða hluti með staðalfígúrur. Hann fékk líka voða einhliða persónu í myndinni Jóhannes, en tókst að standa upp úr þeirri arfaslöppu mynd.

Desember er ekkert sérstaklega eftirminnileg (ekki einu sinni á mælikvarða íslenskra mynda. Obbosí) og það er tæpt að ég skuli mæla með henni. Hún er hins vegar notaleg til áhorfs, fyndin á köflum og mér reyndist ekki vera sama um alla þegar leið að lokarammanum. Tónlistin er sömuleiðis mjög fín og tæknivinnsla vel unnin, en það er ekki við öðru að búast frá mynd eftir Hilmar Oddsson. Myndin gengur alveg upp og fær aukið hrós hjá mér fyrir að ná að vera svo góð miðað við ófrumlegan "söguþráð."

7/10 - Rétt snertir sjöuna. Ábyggilega besta íslenska mynd sem ég hef séð sem fjallar um leiðindi og gerist (að hluta til) í Fellunum síðan Börn eftir Ragga Braga kom út.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.12.2023

Ekkert þarf að vera rökrétt

Eins og hrollvekjuunnendur þekkja þá er til hrollvekja fyrir nánast hverja stórhátíð ársins. Þar má nefna My Bloody Valentine fyrir Valentínusardag og Black Christmas fyrir Jólin. Það sama má segja um Þakkargjörðar...

29.11.2023

Undraheimur LOTR í óviðjafnanlegum 4K myndgæðum

Kvikmyndaunnendur geta hugsað sér gott til glóðarinnar því von er á epísku kvikmyndaferðalagi í desember. Þá sýna Sambíóin The Lord of the Rings þríleikinn í „extended version“ og glæsilegri 4k upplausn á stærsta...

26.02.2023

Fyrstu fimm á Stockfish - hjartnæmar, fallegar, gamansamar og djúpar

Stockfish, kvikmynda- og bransahátíðin sem haldin verður í Bíó Paradís dagana 23. mars – 2. apríl, hefur nú opinberað fyrstu fimm af þeim kvikmyndum sem sýndar verða á hátíðinni. Í tilkynningu frá Bíó P...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn