Gagnrýni eftir:
Kaldaljós0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Myndin Kaldaljós er tekin að hlutatil í heimabæ mínum Seyðisfirði og fjallar um líf Gríms Hermannssonar í nútímanum þar sem hann býr í Reykjavík og fortíðinni þar sem hann býr í smábæ úti á landi. Þessi mynd snerti í mér einhverjar taugar því gagnvart okkur sem búum á stað sem er umlukinn fjöllum og sjó og öllum hættum sem því fylgja, er hún í raun lýsandi dæmi um þær hörmungar og þær tilfinningar sem við getum þurft að takast á við hér á okkar ástkæra ylhýra Íslandi. Þannig að ég mæli með bíóferð á kaldaljós. Þegar þetta er skrifað er ég að fara að sjá hana í annað skiptið í Herðubreiðarbíó á Seyðisfirði.

