Gagnrýni eftir:
Kaldaljós0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kaldaljós er ótrúlega falleg mynd og vel upp byggð, hver taka nýtur sín í formi og lit og tónlist Hjálmars Ragnarssonar rammar heildina inn með undraverðum hætti enda er hún hrífandi og fylgir manni lengi eftir lok myndarinnar. KK lagið var líka frábær melodía og hefði mátt heyrast oftar. Leikurinn er án undantekninga góður. Ingvar, Áslákur, Snæfríður, Kristbjörg og Þórey eiga stjörnuleik þar sem hvert einasta svipbrigði segir meira en mörg orð. Þar liggur meðal annars list þessarar myndar. Sögufléttan er fagmannleg og tær, táknin vel unnin, einföld og þrungin þannig að þegar allt lýsist upp í lokin undrast maður hversu galdurinn er vel ofinn. Ógleymanleg mynd sem lætur engan ósnortinn. íslendingar eru heppnir um þessi áramót. Það er á hreinu.

