Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Borgríki 2011

(City State)

Frumsýnd: 14. október 2011

90 MÍNÍslenska

Nútíma glæpasaga í reykvískum raunveruleika og segir frá serbneskum bifvélavirkja sem missir ófætt barn sitt í árás þegar meðlimir íslensks glæpahrings ráðast inn á heimili hans. Í hefndaraðgerðum sínum gegn þeim tvinnast örlög hans saman við lögreglukonu sem ýtt er út á ystu nöf, spilltan yfirmann hennar í fíkniefnadeild lögreglunnar og glæpakóng... Lesa meira

Nútíma glæpasaga í reykvískum raunveruleika og segir frá serbneskum bifvélavirkja sem missir ófætt barn sitt í árás þegar meðlimir íslensks glæpahrings ráðast inn á heimili hans. Í hefndaraðgerðum sínum gegn þeim tvinnast örlög hans saman við lögreglukonu sem ýtt er út á ystu nöf, spilltan yfirmann hennar í fíkniefnadeild lögreglunnar og glæpakóng sem er að missa tökin á veldi sínu. ... minna

Aðalleikarar

Reykjavík er ekki lengur lítil saklaus borg
Borgríki er spennumynd úr undirheimum Reykjavíkur, frá leikstjóranum Ólafi Jóhannessyni sem greinilega hefur þroskast talsvert í kvikmyndagerð. Myndin minnir á Stieg Larsson myndirnar og er svona svolítið „erlendis“. Fyrirhugað er að endurgera myndina í Hollywood. Sagan gerist á skömmum tíma í Reykjavík nútímans. Aðalsögupersónurnar eru fjórar. Þær eru í upphafi kynntar inn á mjög lauslegan hátt með áherslu á andstæðurnar og þann örlagavef sem tengir þær saman. Segja má að þessi lauslega persónusköpun bitni á trúverðugleika þeirra í myndinni. Myndin heldur manni uppteknum allan tíman með góðri keyrslu í stuttum senum. Sagan og handritið er unnið af metnaði. Hoppað er fram og aftur í tíma til að varpa betra ljósi á atburðarrásina. Virkar kannski ruglandi ef ekki er fylgst vel með en kemur flott út.
Af fjórum aðal persónum myndarinnar eru það tvær sem skera sig úr hvað varðar dýpt og trúverðugleika. Serbin Sergej, leikinn af Zlatko Krickic og lögreglukonan Andrea sem leikin er af Ágústu Evu Erlendsdóttur. Bæði í uppnámi og hefndarhug, skila þau sínum persónum vel með góðum leik og mögnuðum sjarma. Gamli þreytti glæpaforinginn Gunnar, sem leikinn er af Ingvari E. Sigurðssyni, virkar ekki alveg þótt Ingvar sé einn af betri leikurum landsins. Kannski er meiningin að gera grín að íslenskum glæpmönnum líkt og gert var í Sódómu Reykjavík. Íslenska glæpaklíkan voða fámenn og tannlaus miðað við erlendu harðjaxlana sem hún á í útistöðum við. Sigurður Sigurjónsson fer svo með hlutverk Margeirs sem er gjörspilltur yfirmaður hjá Fíknó. Einföld og aumkunarverð persóna sem búin er að koma sér á kaf í skítinn. Hér er sjáum við Sigga í alveg nýju ljósi. Hann er afbragðs leikari en spaugstofuímyndin er erfið að hrista af sér. Handritið er svo auðvitað að setja leikurunum nokkuð ákveðin mörk í persónutúlkun sinni. Slagsmálasenurnar eru lifandi og raunverulegar, framkvæmdar af piltunum í Mjölni.
Leikstjórinn er oft á tíðum að ná góðum leik út úr óvönum og lítt reyndum leikurum. Hér er hann líka með reynda leikara í algjörlega nýjum aðstæðum. Ofbeldi undirheimana er hér sýnt á óvæginn hátt þótt finna megi hrottalegri lýsingar í dómskjölum. Nokkur atriði myndarinnar eru ekki fyrir viðkvæma og eitt atriðið situr sterkt eftir í minningunni. Umhverfið eru undirheimar höfuðborgarsvæðisins þar sem fléttast saman eiturlyf, vændi, þrælahald, handrukkarar, spilltar löggur, harðar fíknólöggur, erlendir harðjaxlar og íslenskir glæpamenn. Drifkraftur myndarinnar er ástin sem fær sumar persónurnar til að sýna á sér tvær algjörlega andstæðar hliðar. Þá mjúku og hlýju á móti hinni hörðu og köldu hlið.
Spurningin er, hversu langt ert þú tilbúin að ganga fyrir þann sem þú elskar ?
Góð afþreying sem óhætt er að mæla með.

Leikstjórinn Olaf de Fleur Jóhannesson er þekktastur fyrir myndir eins og Blindsker, Kurteist fólk og Stóra planið. Framleiðendur eru Ólafur og Kristín Andrea Þórðardóttir. Aðalleikarar myndarinnar eru Ingvar E. Sigurðsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Zlatko Krickic en í aukahlutverkum ber að nefna Björn Thors, Björn Hlyn Haraldsson, Elvu Ósk Ólafsdóttur, Gísla Örn Garðarsson, Gladkaya Luna og Johnathan Price.
Handritið skrifuðu þeir Ólafur og Hrafnkeli Stefánsson á 2 mánuðum. Myndin tók 14 mánuði í klippingu þar sem hún þróaðist talsvert.
Kvikmyndatakan og klippingarnar eru nokkuð vel gerðar en bera þess merki að myndin er tekin upp á EOS ljósmyndavélar með kvikmyndaupptökumöguleika. Það er að takmarka möguleika í tökum og fókusinn er aðeins til vandræða. En þetta skilar hasarnum samt alla leið. Hljóð í myndinni er gott og kvikmyndatónlistinn í bakgrunni gefur rétta stemmingu á réttum stöðum. Borgríki inniheldur nær eingöngu tónlist frá íslenskum listamönnum.

Íslenskt og erlent tal með íslenskum texta. október2011
Sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó og Háskólabíó ásamt Borgarbíó Akureyri og fleiri kvikmyndahúsum á landsbyggðinni.

Einkunn: XXX (3 af 5)

siggi@svipan.is
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harður Óli
Eftir að hafa misst vitið úr leiðindum yfir Kurteisu fólki og tímabundið sturlast vegna stefnuleysi myndarinnar Stóra planið þar áður var ég óviss um hvort ég myndi nokkurn tímann leggja í það að horfa á aðra mynd eftir Ólaf (De Fleur) Jóhannesson. Eins og marin eiginkona sem stöðugt sækist í meira heimilisofbeldi ákvað ég að gefa Borgríki tækifæri. Og fyrir að hafa setið í gegnum allar myndir leikstjórans án þess að geta mælt með einni einustu ákvað hann að verðlauna þolinmæði mína með mynd sem er ekki bara í allt öðruvísi geira, heldur mun skipulagðari, beittari og betur strúktúruð.

Reykjavík-Rotterdam (bráðum Contraband) var fyrsti íslenski spennuþrillerinn sem hægt var að taka alvarlega. Borgríki gengur upp útaf svipuðum ástæðum; Maður kaupir hana og sagan heldur manni áhugasömum alla leið, sem er miklu meira en hægt er að segja um megnið af íslenskum kvikmyndum og hvað þá íslenskum þrillerum (hí á þig, Köld slóð!) eða spennuþáttum. Myndin er hrá og ansi grípandi á köflum. Aldrei dauð sena eða langdreginn kafli. Atriðin eru nú reyndar flestöll í styttri kantinum, sem hjálpar flæðinu rosalega. Sagan hoppar skemmtilega á milli ýmissa karaktera, sem allir eru partur af athyglisverðu tengslaneti og þrátt fyrir alvarlegan skort á persónusköpun er spennandi að fylgjast með röðum atburða.

Keyrslan á myndinni, lúmskt öflugt hefndarplott og skotheldur leikur úr öllum áttum er það sem gerir ræmuna að þeirri langbestu sem Óli hefur gert, semsagt burtséð frá þeirri staðreynd að hún er bara ekki átakanlega leiðinleg frá A-Ö. Óli vinnur einmitt afskaplega vel með það sorglega litla fjármagn sem hann hafði og felur það þokkalega (sérstakt samt hvernig myndgæðin á þyrluskotunum voru áberandi slakari heldur en alls staðar annars staðar). Klipping og myndataka er annars nokkuð traust þótt stíllinn sé langt frá því að vera ferskur.

Þegar um svona fína marga leikara eru að ræða í bíómynd getur maður annaðhvort sigtað út þá sem eru góðir og slæmir eða bara sagt að allir séu traustir þegar tilfellið er þannig. Í rauninni er það þannig hérna þó mig langi til að gefa Sigga Sigurjóns afskaplega djarft klapp á bakið fyrir að hrista lífið úr Spaugstofuímynd sinni. Ég verð þó að hrista dálítið hausinn yfir því hvað breski fagmaðurinn Jonathan Pryce var að gera þarna. Hann þjónar litlum tilgangi og kemur út eins og hann sé bara til staðar til að áhorfendur sjái að leikstjórinn hafi fengið virtan erlendan leikara í myndina sína. Ekki ósvipað því þegar Michael Imperioli sást í Stóra planinu af engri spes ástæðu en bara til að auglýsa sig, og það sést langar leiðir að leikarinn hafi ekki eytt miklum tíma á settinu.

Borgríki er ekki að gera margt sem við höfum ekki séð áður og betur gert, en hún stendur sig engu að síður vel í því sem hún gerir rétt. Smá meira kjöt á beinin hefði getað gert myndina að nánast frábærum og áhrifaríkum krimmaþriller. Persónurnar eru aldrei neitt meira en tvívíðar í besta falli og dregur það talsvert úr áhrifunum þegar kemur að t.d. ofbeldinu. Hjá sumum sleppur það en aðrar eru alveg lausar við allan fókus. Nokkrar fá ekki einu sinni hnútanna sína hnýtta á fullnægjandi hátt. Ég ætla nú samt að vera gjafmildur að þessu sinni og segja að Óli hafi komið mér þægilega á óvart þrátt fyrir ókosti sem auðvelt er að telja upp. Vonandi getur ameríska endurgerðin lagfært þessa galla.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.02.2021

Lykilatriði að komast framhjá ofhugsun

„Sýnishorn [e. stiklur] geta komið flóknum hugmyndum til skila með sekúndubroti,“ segir Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur. Þessa dagana býður hann upp á nýja fjarkennslu í kvikmyndag...

01.02.2021

Listin að gera spennandi stiklu

Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur, býður upp á nýja fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare. Námskeiðið gengur út á smíði á einna mínútna stiklu og eru áhugasamir hvatti...

14.09.2020

Ólafur kennir kvikmyndagerð á netinu

Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur, býður upp á fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare. Námskeiðið ber heitið Learn Indie Filmmaking by Doing a Short Film og má skrá...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn