Náðu í appið

Hrafnkell Stefánsson

Fæðingadagur: 13. apríl 1982
Fæðingastaður: Reykjavík
Æfiágrip: Hrafnkell fæddist þann 13 Apríl 1982 í Reykjavik. Hrafnkell hefur ávallt skemmt sjálfum sér við að skrifa og búa til sögur, frá því að hann var barn og byrjaði að teikna sínar eigin teiknimyndasögur sem fljótt breyttist í að leika út sjónvarpsþætti með G.I. Joe leikföngunum sínum þar sem hver dagur vikunnar átti sinn eigin þátt sem á endanum færðist yfir í að búa til stuttmyndir, sem leiddi hann að það sem hann kallar köllun sína; handritsgerð. Hrafnkell lauk stúdentsprófi á Margmiðlunarsönnunarbraut Borgarholtsskóla árið 2005, þar sem hann skrifaði tvö uppsett leikrit með félaga sínum, eitt af þeim verkum „ Bannað að sofa hjá Maríu Mey“ fékk honorable mention hjá „Tréhausnum 2005“ fyrir besta nýja handrit. Árið 2006, sótti Hrafnkell hin virta London Film School þar sem hann lærði handritsskrif og útskrifaðist með Masterst gráðu í handritsskrifum síðla 2007. Eftir nám flutti Hrafnkell aftur til Íslands og hóf að vinna sem sjálfstæður handritshöfundur, starfandi bæði að „corporate verkefnum“, lesningu og ráðgjöf, kennslu í handritsskrifum. Einnig hefur hann starfað við bæði kvikmynda og sjónvarpsþátta verkefni með t.d. Profilm, Hvíta fjallinu, Hansafilm, Gagarín og Poppoli Pictures. Hann nýlega var valinn Finalist í sjónvarpshandrita samkepninni Scriptapalooza TV.